Þungar loftárásir Tyrkja 29. júlí 2015 15:45 Tyrkneski herinn hefur sett aukinn kraft í loftárásir sínar. Vísir/Getty Tyrkneski herinn hóf sínar mestu loftárásir á vígamenn Kúrda í norður-Írak í nótt frá því að loftárásir hófust í síðustu viku. Hófust árásarnir aðeins örfáum tímum eftir að Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að friðarferli Tyrkja og Kúrda væri ekki lengur mögulegt. Árásirnar voru gerðar á skýli, birgðageymslur og hella sem tilheyra Verkamannaflokki Kúrda (PKK). Að sögn háttsetts embættismanns innan tyrkneska stjórnkerfisins voru þetta stærstu loftárásarnir til þessa. Írak fordæmdi loftárásarnir og sagði þær vera „hættulega þróun og árás á fullveldi Íraks“ en að Írakar væru staðráðnir í því að koma í veg fyrir að árásir á tyrkneskt landsvæði yrðu gerðar frá landsvæði innan landamæra Írak. Tyrkland hóf samtímis árásir á búðir Kúrda í Írak og búðir ISIS-liða í Sýrlandi sl. föstudag. Forsætisráðherra Tyrkland kallar árásirnar „samhæfða baráttu gegn hryðjuverkum.“ Að vera þáttakandi í bardögum á tveimur víglínum í einu er áhættusamt fyrir Tyrkland en hætta er á hefndaraðgerðum af hálfu ISIS og Kúrda. Þýskaland varaði við því í dag að árásir á neðanjarðarlestir og strætókerfi Istanbúl væru mögulegar. Tyrkland hefur veitt Bandaríkjunum og bandamönnum aðgang að herstöðum sínum í baráttu þeirra gegn ISIS og er þar með komið í framvarðarsveit þeirra sem berjast gegn ISIS eftir áralanga tregðu. Atlantshafsbandalagið veitti Tyrklandi fullan stuðning sinn á neyðarfundi á þriðjudaginn. Árásir Tyrkja á búðir Kúrda hafa þó verið mun umfangsmeiri en árásir þeirra á búðir ISIS. Það hefur vakið upp efasemdir um að það sem vaki fyrir Tyrkjum sé í raun og veru að koma í veg fyrir að Kúrdar styrki stöðu sína. Tyrknesk yfirvöld neita því alfarið. Tyrkir hafa tekið það skýrt fram að aðgerðir þeirra gegn ISIS í Sýrlandi muni ekki fela sér í aðstoð við Kúrda í Sýrlandi sem berjast einnig við ISIS. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar segja tyrkneska herinn skjóta á sig Bandamenn í stríðinu gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands taldir snúast hverjir gegn öðrum. 28. júlí 2015 07:00 Hernaðaaðgerðir gegn ISIS ræddar á neyðarfundi NATO Sendiherrar allra 28 aðildarríkja NATO munu hittast á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Íslamska ríkinu og Verkamannaflokki Kúrda PKK. 28. júlí 2015 07:05 Tyrkir virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans Aðeins í fimmta sinn í sögu NATO sem 4. greinin er virkjuð. 27. júlí 2015 11:45 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Tyrkneski herinn hóf sínar mestu loftárásir á vígamenn Kúrda í norður-Írak í nótt frá því að loftárásir hófust í síðustu viku. Hófust árásarnir aðeins örfáum tímum eftir að Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að friðarferli Tyrkja og Kúrda væri ekki lengur mögulegt. Árásirnar voru gerðar á skýli, birgðageymslur og hella sem tilheyra Verkamannaflokki Kúrda (PKK). Að sögn háttsetts embættismanns innan tyrkneska stjórnkerfisins voru þetta stærstu loftárásarnir til þessa. Írak fordæmdi loftárásarnir og sagði þær vera „hættulega þróun og árás á fullveldi Íraks“ en að Írakar væru staðráðnir í því að koma í veg fyrir að árásir á tyrkneskt landsvæði yrðu gerðar frá landsvæði innan landamæra Írak. Tyrkland hóf samtímis árásir á búðir Kúrda í Írak og búðir ISIS-liða í Sýrlandi sl. föstudag. Forsætisráðherra Tyrkland kallar árásirnar „samhæfða baráttu gegn hryðjuverkum.“ Að vera þáttakandi í bardögum á tveimur víglínum í einu er áhættusamt fyrir Tyrkland en hætta er á hefndaraðgerðum af hálfu ISIS og Kúrda. Þýskaland varaði við því í dag að árásir á neðanjarðarlestir og strætókerfi Istanbúl væru mögulegar. Tyrkland hefur veitt Bandaríkjunum og bandamönnum aðgang að herstöðum sínum í baráttu þeirra gegn ISIS og er þar með komið í framvarðarsveit þeirra sem berjast gegn ISIS eftir áralanga tregðu. Atlantshafsbandalagið veitti Tyrklandi fullan stuðning sinn á neyðarfundi á þriðjudaginn. Árásir Tyrkja á búðir Kúrda hafa þó verið mun umfangsmeiri en árásir þeirra á búðir ISIS. Það hefur vakið upp efasemdir um að það sem vaki fyrir Tyrkjum sé í raun og veru að koma í veg fyrir að Kúrdar styrki stöðu sína. Tyrknesk yfirvöld neita því alfarið. Tyrkir hafa tekið það skýrt fram að aðgerðir þeirra gegn ISIS í Sýrlandi muni ekki fela sér í aðstoð við Kúrda í Sýrlandi sem berjast einnig við ISIS.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar segja tyrkneska herinn skjóta á sig Bandamenn í stríðinu gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands taldir snúast hverjir gegn öðrum. 28. júlí 2015 07:00 Hernaðaaðgerðir gegn ISIS ræddar á neyðarfundi NATO Sendiherrar allra 28 aðildarríkja NATO munu hittast á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Íslamska ríkinu og Verkamannaflokki Kúrda PKK. 28. júlí 2015 07:05 Tyrkir virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans Aðeins í fimmta sinn í sögu NATO sem 4. greinin er virkjuð. 27. júlí 2015 11:45 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Kúrdar segja tyrkneska herinn skjóta á sig Bandamenn í stríðinu gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands taldir snúast hverjir gegn öðrum. 28. júlí 2015 07:00
Hernaðaaðgerðir gegn ISIS ræddar á neyðarfundi NATO Sendiherrar allra 28 aðildarríkja NATO munu hittast á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Íslamska ríkinu og Verkamannaflokki Kúrda PKK. 28. júlí 2015 07:05
Tyrkir virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans Aðeins í fimmta sinn í sögu NATO sem 4. greinin er virkjuð. 27. júlí 2015 11:45