Erlent

Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi mynd af Plútó var tekin um sextán klukkustundum áður en New Horizons þeyttist framhjá dvergreikistjörnunni.
Þessi mynd af Plútó var tekin um sextán klukkustundum áður en New Horizons þeyttist framhjá dvergreikistjörnunni. Mynd/NASA

Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. Geimfarið hefur verið á ferðalagi í níu og hálft ár og ferðast um fimm milljarða kílómetra.



Farið var á um 50 þúsund km/klst hraða þegar það þaut framhjá Plútó. Fólk mun þurfa að bíða í nokkra stund eftir fyrstu myndum af reikistjörnunni en af myndum sem farið hefur sent til baka á ferðalagi sínu hefur verið hægt að greina landslag á hnettinum af nokkurri nákvæmni.



Hér að neðan má sjá beina útsendingu NASA þar sem tímamótunum er fagnað. Framundan er blaðamannafundur klukkan 12:15 að íslenskum tíma þar sem áfanganum verður gerð frekari skil.


Broadcast live streaming video on Ustream


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×