Erlent

Mikil sprenging þegar bensíntankur rakst á gangnavegg í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Göngin eru í sveitarfélaginu Bremanger.
Göngin eru í sveitarfélaginu Bremanger. Mynd/GoogleMaps
Gríðarleg sprenging varð þegar vagn með fullum bensíntanki losnaði af flutningabíl í göngum í sveitarfélaginu Bremanger í vesturhluta Noregs og rakst á gangnavegginn.

Í frétt Verdens Gang segir að 16.500 lítrar hafi verið af bensíni í tanknum sem rakst á vegginn í neðansjávargöngunum undir Skatestraum á þjóðvegi 616.

Myndir frá staðnum sýna mikinn reyk leggja frá göngunum.

Búið er að koma fjölda fólks úr göngunum, þar á meðal bílstjóra flutningabílsins.

Enn hafa ekki borist fregnir af slösuðum þó að verið sé að kanna hvort fólkið hafi orðið fyrir reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×