Fór ólöglega inn á heimili og handtók nakta konu Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 23:18 Rossi var einungis vafin í handklæði þegar handtakan átti sér stað. vísir/skjáskot Lögreglumaðurinn fyrrverandi Doug Rose sætir nú rannsókn bandarískra lögregluyfirvalda eftir að hafa handtekið nakta konu á heimili hennar í Arizona á dögunum. Konan, Esmeralda Rossi, var nýkomin úr sturtu þegar lögreglumaðurinn óð inn á heimilí hennar og setti hana í handjárn án nokkurra útskýringa en handtakan, sem dóttir Rossi náði á myndband, hefur vakið mikla athygli beggja vegna Atlandsála. „Mér fannst ég hjálparlaus. Mér fannst brotið á mér og, í sannleika sagt, fannst mér ég vera misnotuð,“ sagði Rossi í samtali við þarlenda fjölmiðla. Lögreglumaðurinn var að bregðast við ábendingu um óhljóð sem bárust frá heimili Rossi og grunur lék á að um heimiliófrið væri að ræða milli konunnar og fyrrverandi eiginmanns hennar. „Ég var í sturtunni. Dóttir mín kom inn á baðherbergið og sagði að það væru tveir lögreglumenn fyrir utan. Svo ég náði mér í handklæði,“ sagði Rossi þegar hún var beðin um að lýsa aðdraganda handtökunnar. Þegar annar lögregluþjónanna fór að sýna ógnandi tilburði dró Rossi upp símann en hún og dóttir hennar mynduðu atburðarásina. „Mér þótti þetta mjög óþægilegt. Svo að ég lokaði hurðinni. Ég sneri mér við og gekk að stofunni og ég var líklega kominn um fimm skref inn – þegar ég heyrði fótatak allt í einu fyrir aftan mig og rödd manns sem sagðist ætla að handtaka myndi ég ekki stöðva,“ sagði Rossi. Doug Rose handtók því næst konuna meðan hún var einungis vafin í handklæðið. Lögregluyfirvöld í Arizona segja að lögregluþjónninn hafi ólöglega farið inn á heimili konunnar og að rökstuddur grunur hafi ekki verið til staðar. Lögreglumaðurinn sem var með Rose á vakt gerði yfirmönnum sínum viðvart og skilaði sjálfur inn upptökum af atburðarásinni. Hann er ekki talinn hafa brotið af sér við handtökuna. Doug Rose hefur ekki verið ákærður en honum hefur verið vikið úr starfi meðan rannsókn málsins stendur yfir. Rossi var aldrei ákærð og hyggst nú sækja borgina til saka vegna framkomu Rose. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Lögreglumaðurinn fyrrverandi Doug Rose sætir nú rannsókn bandarískra lögregluyfirvalda eftir að hafa handtekið nakta konu á heimili hennar í Arizona á dögunum. Konan, Esmeralda Rossi, var nýkomin úr sturtu þegar lögreglumaðurinn óð inn á heimilí hennar og setti hana í handjárn án nokkurra útskýringa en handtakan, sem dóttir Rossi náði á myndband, hefur vakið mikla athygli beggja vegna Atlandsála. „Mér fannst ég hjálparlaus. Mér fannst brotið á mér og, í sannleika sagt, fannst mér ég vera misnotuð,“ sagði Rossi í samtali við þarlenda fjölmiðla. Lögreglumaðurinn var að bregðast við ábendingu um óhljóð sem bárust frá heimili Rossi og grunur lék á að um heimiliófrið væri að ræða milli konunnar og fyrrverandi eiginmanns hennar. „Ég var í sturtunni. Dóttir mín kom inn á baðherbergið og sagði að það væru tveir lögreglumenn fyrir utan. Svo ég náði mér í handklæði,“ sagði Rossi þegar hún var beðin um að lýsa aðdraganda handtökunnar. Þegar annar lögregluþjónanna fór að sýna ógnandi tilburði dró Rossi upp símann en hún og dóttir hennar mynduðu atburðarásina. „Mér þótti þetta mjög óþægilegt. Svo að ég lokaði hurðinni. Ég sneri mér við og gekk að stofunni og ég var líklega kominn um fimm skref inn – þegar ég heyrði fótatak allt í einu fyrir aftan mig og rödd manns sem sagðist ætla að handtaka myndi ég ekki stöðva,“ sagði Rossi. Doug Rose handtók því næst konuna meðan hún var einungis vafin í handklæðið. Lögregluyfirvöld í Arizona segja að lögregluþjónninn hafi ólöglega farið inn á heimili konunnar og að rökstuddur grunur hafi ekki verið til staðar. Lögreglumaðurinn sem var með Rose á vakt gerði yfirmönnum sínum viðvart og skilaði sjálfur inn upptökum af atburðarásinni. Hann er ekki talinn hafa brotið af sér við handtökuna. Doug Rose hefur ekki verið ákærður en honum hefur verið vikið úr starfi meðan rannsókn málsins stendur yfir. Rossi var aldrei ákærð og hyggst nú sækja borgina til saka vegna framkomu Rose.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira