Skuggi nasismans plagar bresku krúnuna Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2015 19:36 Forsíða breska götublaðsins The Sun í dag. Vísir/AP Breska konungshöllin hefur lýst vonbrigðum sínum með birtingu myndbands þar sem sést hvar föðurbróðir Elísabetar drottningar kennir henni að heilsa að sið nasista þegar hún var sjö ára gömul. Götublaðið The Sun hefur birt á heimasíðu sinni kvikmyndabút sem tekinn var um sex mánuðum eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi árið 1933. Þar sést hvar prinsinn af Wales og föðurbróðir Elísabetar Englandsdrottingar, sem síðar varð Játvarður VIII konungur Bretlands, kennir hinni sjö ára Elísabetu að heilsa að sið nasista. Ekki er vitað hvaðan myndbandið kemur en leitt að því líkur að það hafi komið í leitirnar þegar konungshöllin veitti aðgang að myndefni við gerð heimildarmyndar um drottninguna þegar hún varð níræð í fyrra. Dickie Arbiter sérfræðingur í málefnum bresku krúnunnar segir að vissulega hafi komið í ljós síðar að prinsinn af Wales hefði hrifist af nasismanum. „Það verður að setja hlutina í samhengi. Kvikmyndin er tekin árið 1933. Hitler var nýkominn til valda. Kvikmyndin hefur sennilega verið tekin við Balmoral kastala það sumar. Hitler hafði þá að öllum líkindum verið við völd í sex mánuði. Elísabet prinsessa var þá sjö ára og Margrét systir hennar þriggja ára og þau eru að fíflast vegna þess að enginn vissi hvað beið umheimsins síðar á fjórða áratugnum,“ segir Arbiter. Breska konungsfjölskyldan hefur lengi verið viðkvæm fyrir þýskum uppruna sínum. Georg V, afi Elísabetar, breytti ættarnafninu í Windsor undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1917. En það hafði áður verið Saxe-Coburg und Gotha, sem einnig er ætt Margrétar II drottningar Danmerkur. Viðurkennd söuguskoðun hefur verið að Játvarður hafi afsalað sér krúnunni vegna þess að hann fékk ekki að giftast ástkonu sinni Wallis Simpson. Hins vegar telja síðari tíma sagnfræðingar skýringuna hafa verið samúð hans með málstað nasista, sem ráðmenn í Bretlandi hafi ekki umborið. Stig Abell, aðalritstjóri The Sun, telur myndefnið eiga erindi við almenning og Sun hafi sett birtinguna í sögulegt samhengi hlutanna. „Þetta er forvitnilegt myndefni. Ekki hvað síst vegna þess að Játvarður VIII varð konungur árið 1936. Árið 1937 fer hann til Þýskalands (þar sem hann hitti Hitler) og árið 1940 varð til samsæri í Þýskalandi um að koma honum aftur í breska hásætið. Og skömmu áður en hann lést árið 1970 sagði hann að Hitler hafi ekki verið vargur seinni heimsstyrjaldarinnar. Það hafi verið gyðingar og kommar sem komu henni af stað. Þetta er maður sem var í miðju breska ríkisins,“ segir Stig Abell. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Breska konungshöllin hefur lýst vonbrigðum sínum með birtingu myndbands þar sem sést hvar föðurbróðir Elísabetar drottningar kennir henni að heilsa að sið nasista þegar hún var sjö ára gömul. Götublaðið The Sun hefur birt á heimasíðu sinni kvikmyndabút sem tekinn var um sex mánuðum eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi árið 1933. Þar sést hvar prinsinn af Wales og föðurbróðir Elísabetar Englandsdrottingar, sem síðar varð Játvarður VIII konungur Bretlands, kennir hinni sjö ára Elísabetu að heilsa að sið nasista. Ekki er vitað hvaðan myndbandið kemur en leitt að því líkur að það hafi komið í leitirnar þegar konungshöllin veitti aðgang að myndefni við gerð heimildarmyndar um drottninguna þegar hún varð níræð í fyrra. Dickie Arbiter sérfræðingur í málefnum bresku krúnunnar segir að vissulega hafi komið í ljós síðar að prinsinn af Wales hefði hrifist af nasismanum. „Það verður að setja hlutina í samhengi. Kvikmyndin er tekin árið 1933. Hitler var nýkominn til valda. Kvikmyndin hefur sennilega verið tekin við Balmoral kastala það sumar. Hitler hafði þá að öllum líkindum verið við völd í sex mánuði. Elísabet prinsessa var þá sjö ára og Margrét systir hennar þriggja ára og þau eru að fíflast vegna þess að enginn vissi hvað beið umheimsins síðar á fjórða áratugnum,“ segir Arbiter. Breska konungsfjölskyldan hefur lengi verið viðkvæm fyrir þýskum uppruna sínum. Georg V, afi Elísabetar, breytti ættarnafninu í Windsor undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1917. En það hafði áður verið Saxe-Coburg und Gotha, sem einnig er ætt Margrétar II drottningar Danmerkur. Viðurkennd söuguskoðun hefur verið að Játvarður hafi afsalað sér krúnunni vegna þess að hann fékk ekki að giftast ástkonu sinni Wallis Simpson. Hins vegar telja síðari tíma sagnfræðingar skýringuna hafa verið samúð hans með málstað nasista, sem ráðmenn í Bretlandi hafi ekki umborið. Stig Abell, aðalritstjóri The Sun, telur myndefnið eiga erindi við almenning og Sun hafi sett birtinguna í sögulegt samhengi hlutanna. „Þetta er forvitnilegt myndefni. Ekki hvað síst vegna þess að Játvarður VIII varð konungur árið 1936. Árið 1937 fer hann til Þýskalands (þar sem hann hitti Hitler) og árið 1940 varð til samsæri í Þýskalandi um að koma honum aftur í breska hásætið. Og skömmu áður en hann lést árið 1970 sagði hann að Hitler hafi ekki verið vargur seinni heimsstyrjaldarinnar. Það hafi verið gyðingar og kommar sem komu henni af stað. Þetta er maður sem var í miðju breska ríkisins,“ segir Stig Abell.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent