Ævilangt fangelsi fyrir mútur og leka Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júní 2015 07:00 Zhou Yongkang er sagður hafa lekið ríkisleyndarmálum og fjölskylda hans hafi tekið við mútum í stórum stíl. nordicphotos/AFP Zhou Yongkang, fyrrverandi yfirmaður kínversku öryggislögreglunnar, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir mútuþægni, misnotkun valda sinna og að hafa vísvitandi ljóstrað upp um ríkisleyndarmál. Hann var einnig sviptur stjórnmálaréttindum sínum til æviloka og persónulegar eignir hans voru gerðar upptækar. Zhou er 73 ára gamall og var einn valdamesti maður landsins þangað til hann hætti störfum árið 2012. Hann hafði ekki sést opinberlega í þrjú ár þegar hann birtist skyndilega á sjónvarpsskjánum, orðinn gráhærður, og játaði brot sín möglunarlaust. „Ég braut að staðaldri bæði lög og flokksreglur, og raunveruleiki afbrota minna hefur valdið bæði flokknum og þjóðinni alvarlegu tjóni,“ sagði hann í réttarsal, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. „Þeir sem tengjast málinu og mútuðu fjölskyldu minni voru í raun að sækjast eftir þeim völdum sem ég hafði, og mér ber að taka á mig höfuðábyrgðina.“ Kínversk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni dómsins, þar sem þau segja hann sanna að þau vinni af kappi að því að útrýma spillingu í landinu. „Enginn stendur ofar lögunum. Þetta mál sýnir að í landinu okkar er réttarríki og að flokkurinn okkar er staðráðinn í að útrýma spillingu,“ segir í yfirlýsingunni. Í frásögn breska útvarpsins BBC segir að fáir Kínverjar gráti það þótt Zhou hljóti þungan dóm. Hins vegar snúist dómsmálið frekar um pólitík en peninga: „Kínversk stjórnmál eru enn að takast á við afleiðingarnar af hinni harðvítugu valdabaráttu sem færði Xi Jinping og nýjum hópi ráðamanna völdin,“ segir Carrie Gracie, fréttaritari BBC í Kína. Réttarhöldin sjálf stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur og voru haldin bak við luktar dyr, þannig að sjónvarpsútsendingin frá dómsuppkvaðningunni í gær kom almenningi á óvart. Kínverska fréttastofan Xinhua segir að Zhou hafi hlotið dóm fyrir að þiggja 130 milljón júan í mútur, en 129 milljónum hafi sonur hans og eiginkona tekið á móti. Hann sjálfur hafi ekki frétt af því fyrr en eftir á. Þessi upphæð samsvarar ríflega 2,7 milljörðum króna. Þá er hann sagður hafa lekið ríkisleyndarmálum til manns að nafni Cao Yongzheng, sem ekki hafi haft neina heimild til að sjá leyniskjölin. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Zhou Yongkang, fyrrverandi yfirmaður kínversku öryggislögreglunnar, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir mútuþægni, misnotkun valda sinna og að hafa vísvitandi ljóstrað upp um ríkisleyndarmál. Hann var einnig sviptur stjórnmálaréttindum sínum til æviloka og persónulegar eignir hans voru gerðar upptækar. Zhou er 73 ára gamall og var einn valdamesti maður landsins þangað til hann hætti störfum árið 2012. Hann hafði ekki sést opinberlega í þrjú ár þegar hann birtist skyndilega á sjónvarpsskjánum, orðinn gráhærður, og játaði brot sín möglunarlaust. „Ég braut að staðaldri bæði lög og flokksreglur, og raunveruleiki afbrota minna hefur valdið bæði flokknum og þjóðinni alvarlegu tjóni,“ sagði hann í réttarsal, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. „Þeir sem tengjast málinu og mútuðu fjölskyldu minni voru í raun að sækjast eftir þeim völdum sem ég hafði, og mér ber að taka á mig höfuðábyrgðina.“ Kínversk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni dómsins, þar sem þau segja hann sanna að þau vinni af kappi að því að útrýma spillingu í landinu. „Enginn stendur ofar lögunum. Þetta mál sýnir að í landinu okkar er réttarríki og að flokkurinn okkar er staðráðinn í að útrýma spillingu,“ segir í yfirlýsingunni. Í frásögn breska útvarpsins BBC segir að fáir Kínverjar gráti það þótt Zhou hljóti þungan dóm. Hins vegar snúist dómsmálið frekar um pólitík en peninga: „Kínversk stjórnmál eru enn að takast á við afleiðingarnar af hinni harðvítugu valdabaráttu sem færði Xi Jinping og nýjum hópi ráðamanna völdin,“ segir Carrie Gracie, fréttaritari BBC í Kína. Réttarhöldin sjálf stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur og voru haldin bak við luktar dyr, þannig að sjónvarpsútsendingin frá dómsuppkvaðningunni í gær kom almenningi á óvart. Kínverska fréttastofan Xinhua segir að Zhou hafi hlotið dóm fyrir að þiggja 130 milljón júan í mútur, en 129 milljónum hafi sonur hans og eiginkona tekið á móti. Hann sjálfur hafi ekki frétt af því fyrr en eftir á. Þessi upphæð samsvarar ríflega 2,7 milljörðum króna. Þá er hann sagður hafa lekið ríkisleyndarmálum til manns að nafni Cao Yongzheng, sem ekki hafi haft neina heimild til að sjá leyniskjölin.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira