Ævilangt fangelsi fyrir mútur og leka Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júní 2015 07:00 Zhou Yongkang er sagður hafa lekið ríkisleyndarmálum og fjölskylda hans hafi tekið við mútum í stórum stíl. nordicphotos/AFP Zhou Yongkang, fyrrverandi yfirmaður kínversku öryggislögreglunnar, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir mútuþægni, misnotkun valda sinna og að hafa vísvitandi ljóstrað upp um ríkisleyndarmál. Hann var einnig sviptur stjórnmálaréttindum sínum til æviloka og persónulegar eignir hans voru gerðar upptækar. Zhou er 73 ára gamall og var einn valdamesti maður landsins þangað til hann hætti störfum árið 2012. Hann hafði ekki sést opinberlega í þrjú ár þegar hann birtist skyndilega á sjónvarpsskjánum, orðinn gráhærður, og játaði brot sín möglunarlaust. „Ég braut að staðaldri bæði lög og flokksreglur, og raunveruleiki afbrota minna hefur valdið bæði flokknum og þjóðinni alvarlegu tjóni,“ sagði hann í réttarsal, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. „Þeir sem tengjast málinu og mútuðu fjölskyldu minni voru í raun að sækjast eftir þeim völdum sem ég hafði, og mér ber að taka á mig höfuðábyrgðina.“ Kínversk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni dómsins, þar sem þau segja hann sanna að þau vinni af kappi að því að útrýma spillingu í landinu. „Enginn stendur ofar lögunum. Þetta mál sýnir að í landinu okkar er réttarríki og að flokkurinn okkar er staðráðinn í að útrýma spillingu,“ segir í yfirlýsingunni. Í frásögn breska útvarpsins BBC segir að fáir Kínverjar gráti það þótt Zhou hljóti þungan dóm. Hins vegar snúist dómsmálið frekar um pólitík en peninga: „Kínversk stjórnmál eru enn að takast á við afleiðingarnar af hinni harðvítugu valdabaráttu sem færði Xi Jinping og nýjum hópi ráðamanna völdin,“ segir Carrie Gracie, fréttaritari BBC í Kína. Réttarhöldin sjálf stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur og voru haldin bak við luktar dyr, þannig að sjónvarpsútsendingin frá dómsuppkvaðningunni í gær kom almenningi á óvart. Kínverska fréttastofan Xinhua segir að Zhou hafi hlotið dóm fyrir að þiggja 130 milljón júan í mútur, en 129 milljónum hafi sonur hans og eiginkona tekið á móti. Hann sjálfur hafi ekki frétt af því fyrr en eftir á. Þessi upphæð samsvarar ríflega 2,7 milljörðum króna. Þá er hann sagður hafa lekið ríkisleyndarmálum til manns að nafni Cao Yongzheng, sem ekki hafi haft neina heimild til að sjá leyniskjölin. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Zhou Yongkang, fyrrverandi yfirmaður kínversku öryggislögreglunnar, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir mútuþægni, misnotkun valda sinna og að hafa vísvitandi ljóstrað upp um ríkisleyndarmál. Hann var einnig sviptur stjórnmálaréttindum sínum til æviloka og persónulegar eignir hans voru gerðar upptækar. Zhou er 73 ára gamall og var einn valdamesti maður landsins þangað til hann hætti störfum árið 2012. Hann hafði ekki sést opinberlega í þrjú ár þegar hann birtist skyndilega á sjónvarpsskjánum, orðinn gráhærður, og játaði brot sín möglunarlaust. „Ég braut að staðaldri bæði lög og flokksreglur, og raunveruleiki afbrota minna hefur valdið bæði flokknum og þjóðinni alvarlegu tjóni,“ sagði hann í réttarsal, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. „Þeir sem tengjast málinu og mútuðu fjölskyldu minni voru í raun að sækjast eftir þeim völdum sem ég hafði, og mér ber að taka á mig höfuðábyrgðina.“ Kínversk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu í tilefni dómsins, þar sem þau segja hann sanna að þau vinni af kappi að því að útrýma spillingu í landinu. „Enginn stendur ofar lögunum. Þetta mál sýnir að í landinu okkar er réttarríki og að flokkurinn okkar er staðráðinn í að útrýma spillingu,“ segir í yfirlýsingunni. Í frásögn breska útvarpsins BBC segir að fáir Kínverjar gráti það þótt Zhou hljóti þungan dóm. Hins vegar snúist dómsmálið frekar um pólitík en peninga: „Kínversk stjórnmál eru enn að takast á við afleiðingarnar af hinni harðvítugu valdabaráttu sem færði Xi Jinping og nýjum hópi ráðamanna völdin,“ segir Carrie Gracie, fréttaritari BBC í Kína. Réttarhöldin sjálf stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur og voru haldin bak við luktar dyr, þannig að sjónvarpsútsendingin frá dómsuppkvaðningunni í gær kom almenningi á óvart. Kínverska fréttastofan Xinhua segir að Zhou hafi hlotið dóm fyrir að þiggja 130 milljón júan í mútur, en 129 milljónum hafi sonur hans og eiginkona tekið á móti. Hann sjálfur hafi ekki frétt af því fyrr en eftir á. Þessi upphæð samsvarar ríflega 2,7 milljörðum króna. Þá er hann sagður hafa lekið ríkisleyndarmálum til manns að nafni Cao Yongzheng, sem ekki hafi haft neina heimild til að sjá leyniskjölin.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira