Fótbolti

Kolbeinn kominn til Frakklands: Skrifa undir í dag ef allt fer vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/getty
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er kominn til Nantes í Frakklandi en fjölmiðlar ytra greina frá því.

Hann lenti á flugvellinum í Nantes í morgun og samkvæmt frönskum fjölmiðlum mun hann gangast undir læknisskoðun í dag. Standist hann hana mun hann að öllum líkindum skrifa undir samning við franska félagið.

„Ef allt fer vel þá mun ég skrifa ég undir í dag,“ sagði Kolbeinn við blaðamenn eftir að hann lenti í morgun.

Kolbeinn er 25 ára gamall og hefur undanfarin átta ár spilað með hollensku liðinum AZ og Ajax.


Tengdar fréttir

Kolbeinn fer í læknisskoðun í dag

Samkvæmt frönskum miðlum mun Kolbeinn Sigþórsson gangast undir læknisskoðun hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×