Erlent

Ástralar sakaðir um að múta smyglurum

Samúel Karl Ólason skrifar
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/EPA
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, hefur ekki neitað ásökunum um að Ástralar hafi borgað smyglurum til að flytja flóttafólk til baka frá Ástralíu. Hann segir að þó að Ástralar hafi þróað „ótrúlega skapandi“ leiðir til að sporna við streymi flóttafólks. Ásakanirnar koma frá utanríkisráðuneyti Indónesíu.

Lögregluyfirvöld í Indónesíu handtóku skipstjóra og áhöfn skips fyrir að smygla fólki í síðasta mánuði. Utanríkisráðherra og innflytjendaráðherra landsins hafa þó þvertekið fyrir að smyglarar hafi fengið greiðslu frá ríkinu.

Umrætt flóttafólk, sem sagt er vera frá Bangladesh, Myanmar og Sri Lanka, var á leiðinni til Nýja Sjálands. Þau sögðu lögreglu að skip frá ástralska sjóhernum hafi siglt upp að því og að embættismaður frá Ástralíu hafi gengið um borð.

Hann er sagður hafa greitt hverjum áhafnarmeðlimi skipsins fimm þúsund ástralska dali, um hálfa milljón króna, fyrir að sigla með flóttafólkið aftur til Indónesíu.

Á vef BBC er haft eftir lögreglustjóra í Indónesíu að hann hafi séð peningana með eigin augum. Hann segir þó að þetta sé í fyrsta sinn sem hann hafi heyrt af því að Ástralar múti smyglurum. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa sagt frá sambærilegum ásökunum frá öðrum flóttamönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×