Erlent

Hjuggu höfuðin af konum í fyrsta sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa tekið fjölda fólks af lífi í Sýrlandi og Írak.
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa tekið fjölda fólks af lífi í Sýrlandi og Írak.
Vígamenn Íslamska ríkisins myrtu nýverið tvö pör í Sýrlandi sem sökuð voru um galdra. Samtökin hafa myrt fjölda kvenna og karla í landinu, en þetta var í fyrsta sinn sem samtökin hálshöggva konur. Öll fjögur voru hálshöggvin.

Samkvæmt mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fóru aftökurnar fram austurhluta landsins. ISIS nota grimmilegar aftökur sem þessar til að stjórna íbúum þeirra svæða sem þeir ráða yfir með því að gera þau óttaslegin.

Reuters fréttaveitan segir frá því að konur í haldi samtakanna hafi verið grýttar til dauða vegna ásakana um hjúskaparbrot. Þá hafa fjölmargir fangar samtakana verið hálshöggnir, þar á meðal erlendir gíslar þeirra.

Mannréttindasamtökin sögðu einnig frá því að fimm menn hafi verið krossfestir fyrr í mánuðinum fyrir að borða fasta fæða að degi til á meðan Ramadan stæði yfir. Samtökin sögðu að mennirnir hefðu verið hengdir upp á almannafæri og að börn hafi verið hvött til að hæðast að mönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×