Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja 21. júní 2015 16:37 Vísir/EPa Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi. Grikkland Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Louka Katseli, bankastjóri Landsbanka Grikklands, stærsta banka landsins, segir að það yrði „brjálæði“ ef grísk stjórnvöld kæmust ekki að samkomulagi við lánardrottna sína um skuldavanda landsins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tipras, gengur til fundar við ráðamenn 18 annarra Evrópuríkja í Brussel en þar hefur verið boðað til neyðarfundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skuldavanda Grikklands. Grikkir eiga að standa skil á 1,6 milljarða evra afborgun af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lok mánaðarins. Til þess að geta það verða þeir að fá frekari neyðarlán.Katseli sagði þó að henni þætti ekki líklegt að Grikkir lentu í greiðslufalli en að ástandið væri samt grafalvarlegt og allar líkur væru á að það myndi versna enn frekar. Ummælin hennar koma í kjölfar sáttatillögu forsætisráðherrans sem hann lagði fram í símtali við Þýskalandskanslara Angelu Merkel og forseta Frakklands Francois Hollande sem og Jean-Claude Junker.Louka Katseli, bankastjórivísir/EPA„Forsætisráðherrann kynnti leiðtogunum þremur tillögur Grikklands sem eru öllum til heilla og hægja ekki á úrvinnslu vandans,“ sagði forsætisráðherra Tsipras í tilkynningu af því tilefni. „Ég tel að heilbrigð skynsemi muni verða ofan á og að samkomulag náist, vegna þess að ég get ekki séð af hverju félagar okkar og kröfuhafar grískra stjórnvalda ættu ekki að geta mótað lausn,“ sagði bankastjórinn Kasteli í samtali við erlenda fjölmiðla. Hún sagði að ef Grikkir þyrftu að segja skilið við evruna og ef ríkið yrði lýst gjaldþrota, þá myndu fjárfestar strax gera áhlaup á næstveikasta hagkerfið á evrusvæðinu eða jafnvel sjálfa evruna. Hagfræðingar óttast að Grikkir neyðist til að ganga úr evrusamstarfinu, geti þeir ekki greitt lánið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir 30. júní næstkomandi.
Grikkland Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira