Samkynja hjónabönd lögleg í öllum fylkjum Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júní 2015 14:25 Samkynja pör og stuðningsmenn þeirra fagna innilega fyrir framan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington Vísir/AFP Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm nú fyrir skömmu sem tekur af allan vafa um að samkynja hjónabönd stangist ekki á við stjórnarskrá landsins. Úrskurðurinn hefur í för með sér að öll fylki Bandaríkjanna verða skylduð til að gefa saman fólk af sama kyni. Þó er búist við því að einhver fylki kunni að andmæla niðurstöðum dómsins. Fyrir dóm dagsins voru samkynja hjónabönd lögleg í 37 af 50 fylkjum landsins og verður hinum 13 fylkjunum sem eftir standa gert að aflétta bönnum sínum hið fyrsta. Það gæti þýtt að fullkomnu jafnrétti í þessum málaflokki verði komið á í landinu öllu innan örfárra vikna. Hér að neðan er sagan rakin frá því að Massachusetts varð fyrsta ríkið til aflétta banninu á samkynja hjónaböndum árið 2004 allt til tíðinda dagsins. Níu dómarar kváðu upp dóm í málinu og mátti kosning þeirra vart tæpara standa. Fimm dómararar sögðu bann við samkynja hjónaböndum stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna en fjórir ekki. Lokaorð dómsins eru allt að því póetísk. Þar er kveðið á um hjónabönd séu táknmynd ástar sem eru dauðanum yfirsterkari og að Hæstiréttur Bandaríkjanna vilji aflétta einsemd þeirra sem meinað er gifta sig sökum kynhneigðar sinnar. Lokaorðin má lesa hér að neðan. Supreme Court recognizes gay marriage nationwide http://t.co/M70IrdEbyE pic.twitter.com/Slqw7dHtkd— TIME.com (@TIME) June 26, 2015 Margir hafa fagnað úrskurði dómsins en hann er talinn stórt skref í jafnréttisbaráttu Bandaríkjanna. Þeirra á meðal er forsti landsins, Barack Obama, sem tísti eftirfarandi skilaboðum eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Today is a big step in our march toward equality. Gay and lesbian couples now have the right to marry, just like anyone else. #LoveWins— President Obama (@POTUS) June 26, 2015 Hvíta húsið skipti um mynd á opinberri Facebook-síðu sinni eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. The White House changes their Facebook profile picture #SCOTUSMarriage pic.twitter.com/ozqqSZAFYv— Ashley Codianni (@AshleyCodianni) June 26, 2015 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi, lét sitt ekki eftir liggja og tísti orðinu 'Saga' í regnbogalitunum. Proud. pic.twitter.com/9J44PCYeuQ— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 26, 2015 Metsöluhöfundur Harry Potter-bókanna, J. K. Rowling fagnaði úrskurðinum sömuleiðis. Wow. Another historic day for #MarriageEquality! https://t.co/rkeVQUWb6r— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 26, 2015 Þá hafa nær allar stærstu fréttamiðlar heimsins gert úrskurðinum skil. Hér að neðan má til að mynda sjá umfjöllun Time um málið og svipmyndir frá mannmergðinni sem beið niðurstaðnanna fyrr í dag. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm nú fyrir skömmu sem tekur af allan vafa um að samkynja hjónabönd stangist ekki á við stjórnarskrá landsins. Úrskurðurinn hefur í för með sér að öll fylki Bandaríkjanna verða skylduð til að gefa saman fólk af sama kyni. Þó er búist við því að einhver fylki kunni að andmæla niðurstöðum dómsins. Fyrir dóm dagsins voru samkynja hjónabönd lögleg í 37 af 50 fylkjum landsins og verður hinum 13 fylkjunum sem eftir standa gert að aflétta bönnum sínum hið fyrsta. Það gæti þýtt að fullkomnu jafnrétti í þessum málaflokki verði komið á í landinu öllu innan örfárra vikna. Hér að neðan er sagan rakin frá því að Massachusetts varð fyrsta ríkið til aflétta banninu á samkynja hjónaböndum árið 2004 allt til tíðinda dagsins. Níu dómarar kváðu upp dóm í málinu og mátti kosning þeirra vart tæpara standa. Fimm dómararar sögðu bann við samkynja hjónaböndum stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna en fjórir ekki. Lokaorð dómsins eru allt að því póetísk. Þar er kveðið á um hjónabönd séu táknmynd ástar sem eru dauðanum yfirsterkari og að Hæstiréttur Bandaríkjanna vilji aflétta einsemd þeirra sem meinað er gifta sig sökum kynhneigðar sinnar. Lokaorðin má lesa hér að neðan. Supreme Court recognizes gay marriage nationwide http://t.co/M70IrdEbyE pic.twitter.com/Slqw7dHtkd— TIME.com (@TIME) June 26, 2015 Margir hafa fagnað úrskurði dómsins en hann er talinn stórt skref í jafnréttisbaráttu Bandaríkjanna. Þeirra á meðal er forsti landsins, Barack Obama, sem tísti eftirfarandi skilaboðum eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Today is a big step in our march toward equality. Gay and lesbian couples now have the right to marry, just like anyone else. #LoveWins— President Obama (@POTUS) June 26, 2015 Hvíta húsið skipti um mynd á opinberri Facebook-síðu sinni eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. The White House changes their Facebook profile picture #SCOTUSMarriage pic.twitter.com/ozqqSZAFYv— Ashley Codianni (@AshleyCodianni) June 26, 2015 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi, lét sitt ekki eftir liggja og tísti orðinu 'Saga' í regnbogalitunum. Proud. pic.twitter.com/9J44PCYeuQ— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 26, 2015 Metsöluhöfundur Harry Potter-bókanna, J. K. Rowling fagnaði úrskurðinum sömuleiðis. Wow. Another historic day for #MarriageEquality! https://t.co/rkeVQUWb6r— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 26, 2015 Þá hafa nær allar stærstu fréttamiðlar heimsins gert úrskurðinum skil. Hér að neðan má til að mynda sjá umfjöllun Time um málið og svipmyndir frá mannmergðinni sem beið niðurstaðnanna fyrr í dag.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira