Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 21:02 Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins. Grikkland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins.
Grikkland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira