Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 21:02 Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins. Grikkland Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins.
Grikkland Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira