Enski boltinn

Giggs: Depay getur skorað 10 mörk beint úr aukaspyrnum á tímabili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Depay er eini leikmaðurinn sem Manchester United hefur keypt í sumar.
Depay er eini leikmaðurinn sem Manchester United hefur keypt í sumar. vísir/getty
Memphis Depay nýjasti liðsmaður Manchester United þykir lunkinn við að skora beint úr aukaspyrnum.

Ryan Giggs, aðstoðarþjálfari United, segir að Hollendingurinn geti fylgt í fótspor manna á borð við David Beckham og Cristiano Ronaldo sem voru frábærir í aukaspyrnum.

„Síðan Ronaldo og Beckham fóru höfum við saknað þess að hafa einhvern sem skorar reglulega beint úr aukaspyrnum.

„En Depay er duglegur að skora slík mörk,“ sagði Giggs en enginn leikmaður í sex bestu deildum Evrópu skoraði fleiri mörk beint úr aukaspyrnum á síðasta tímabili en Depay sem gerði sjö aukaspyrnumörk fyrir Hollandsmeistara PSV Eindhoven.

„Það skiptir miklu máli að skora úr föstum leikatriðum, eins og horn- og aukaspyrnum. Ég ætla ekki að setja neina pressu á Depay en vonandi getur hann skorað úr 10 aukaspyrnum á hverju tímabili,“ sagði Giggs sem skoraði sjálfur nokkur mörk beint úr aukaspyrnum.

„Depay er spennandi leikmaður en jafnframt skilvirkur. Hann var markakóngur í Hollandi og gaf auk þess slatta af stoðsendingum,“ bætti Giggs við en Deapy skoraði 22 mörk í 30 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

PSV hollenskur meistari í fyrsta sinn í sjö ár

PSV Eindhoven varð Hollandsmeistari í knattspyrnu í gær. Þetta varð ljóst eftir 4-1 sigur liðsins gegn SC Heerenveen á heimavelli. Ajax hafði unnið titilinn síðustu fjögur ár, en PSV batt enda á einokun Ajax.

Depay kominn á Old Trafford

Hollendingurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við stórlið Manchester United í dag.

Van Basten: Depay hefur sérstaka hæfileika

Hollenska knattspyrnugoðsögnin Marco van Basten hefur miklar mætur á landa sínum Memphis Depay en hollenski landsliðsmaðurinn mun spila með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

De Boer: Memphis Depay hefur allt

Hollenski knattspyrnumaðurinn Memphis Depay hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í vikunni eftir að hann varð hollensku meistari með PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×