Sport

Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Joshua sést hér undirbúa sig fyrir bardagann við Jake Paul rétt fyrir jól.
Anthony Joshua sést hér undirbúa sig fyrir bardagann við Jake Paul rétt fyrir jól. Getty/Megan Briggs

Hnefaleikakappinn Anthony Joshua slapp með minni háttar meiðsli úr banaslysi í Nígeríu í dag en tveir létust.

Nú hefur verið staðfest að þeir tveir sem létust í bílslysinu voru þjálfarar og nánir vinir hans, Latz og Sina.

Sina var styrktar- og þrekþjálfari hans, sem undirbjó hann fyrir bardagann við Jake Paul fyrir aðeins tveimur vikum, en Latz var einkaþjálfari Joshua.

Umferðaröryggisstofnun Nígeríu hefur birt mynd sem sýnir slysstaðinn þar sem Anthony Joshua lenti í slysinu.

Yfirvöld umferðaröryggismála segja að fimm fullorðnir karlmenn hafi lent í slysinu – tveir þeirra létust. Tveir aðrir „sluppu ómeiddir“.

Joshua var bjargað á lífi en hafði hlotið minni háttar meiðsl. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Í tilkynningu frá Umferðaröryggisstofnun Nígeríu segir að grunur leiki á að Lexus-jeppinn sem kom við sögu hafi verið á „meiri hraða en leyfilegt er“.

Þar segir að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum við „framúrakstur“ og ekið á kyrrstæðan vörubíl við vegkantinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar frá slysstað.

@bbcsport
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×