Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 17:31 Lea Schuller sést hér búin að skrifa undir samninginn við Manchester United. Getty/Poppy Townson Manchester United hefur samið við þýsku landsliðskonuna Leu Schuller en hún kemur til enska liðsins frá Bayern München. Þessi 28 ára gamli leikmaður verður annar leikmaðurinn sem félagið fær í janúarglugganum á eftir bakverðinum Hönnu Lundkvist. Glódís Perla skrifaði undir nýjan samning við Bayern á dögunum en Lea Schuller vildi prófa eitthvað nýtt. You never saw it coming 😉Give a warm United welcome to Lea Schuller! ✍️🇩🇪 pic.twitter.com/PyloWFydlY— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 29, 2025 Þessi reyndi framherji var í fimm ár hjá Bayern, spilaði yfir hundrað leiki og hjálpaði liðinu að vinna fjóra deildartitla. Hún gerir nú samning við United til ársins 2029. Hún hefur skorað 54 mörk í 82 leikjum fyrir þýska landsliðið og var í hópnum sem lenti í öðru sæti á eftir Englandi á EM 2022, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum 2024. When Lea came to Carrington 🥰🏡 pic.twitter.com/gyoltzfrql— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 29, 2025 Veit að Manchester United er hið fullkomna félag „Frá fyrstu samtölum sem ég átti við [stjórann] Marc [Skinner] og félagið var metnaður allra hér mjög skýr. Það er enn svo margt sem ég vil afreka á ferlinum og ég veit að Manchester United er hið fullkomna félag til að ganga til liðs við,“ sagði Schuller á heimasíðu enska félagsins. „Mér finnst leikstíll liðsins henta mínum leik mjög vel. Ég vona að mínir eiginleikar og reynsla geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar bæði í Englandi og í Meistaradeildinni.“ Við erum himinlifandi Matt Johnson, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Manchester United, sagði: „Markaskorun Leu er stórkostleg, leikstíll hennar mun gefa sóknarleik okkar nýja og spennandi vídd. Við erum himinlifandi með að bæta leikmanni af hennar kalíberi í hópinn,“ sagði Johnson. „Sigurhugarfar og reynsla Leu mun sannarlega hjálpa okkar unga og metnaðarfulla liði á meðan við höldum áfram að vaxa saman og keppa í innlendum og evrópskum keppnum.“ United vonast til að vera umsvifamikið á félagaskiptamarkaðnum þar sem stjórinn Skinner leitast við að styrkja hópinn fyrir útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna. Félagið hefur þegar samið um framlengingu við lykilmiðjumanninn Hinötu Miyazawa, sem hefur samþykkt að vera áfram til sumarsins 2029. Enski boltinn Manchester United Þýski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Þessi 28 ára gamli leikmaður verður annar leikmaðurinn sem félagið fær í janúarglugganum á eftir bakverðinum Hönnu Lundkvist. Glódís Perla skrifaði undir nýjan samning við Bayern á dögunum en Lea Schuller vildi prófa eitthvað nýtt. You never saw it coming 😉Give a warm United welcome to Lea Schuller! ✍️🇩🇪 pic.twitter.com/PyloWFydlY— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 29, 2025 Þessi reyndi framherji var í fimm ár hjá Bayern, spilaði yfir hundrað leiki og hjálpaði liðinu að vinna fjóra deildartitla. Hún gerir nú samning við United til ársins 2029. Hún hefur skorað 54 mörk í 82 leikjum fyrir þýska landsliðið og var í hópnum sem lenti í öðru sæti á eftir Englandi á EM 2022, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum 2024. When Lea came to Carrington 🥰🏡 pic.twitter.com/gyoltzfrql— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 29, 2025 Veit að Manchester United er hið fullkomna félag „Frá fyrstu samtölum sem ég átti við [stjórann] Marc [Skinner] og félagið var metnaður allra hér mjög skýr. Það er enn svo margt sem ég vil afreka á ferlinum og ég veit að Manchester United er hið fullkomna félag til að ganga til liðs við,“ sagði Schuller á heimasíðu enska félagsins. „Mér finnst leikstíll liðsins henta mínum leik mjög vel. Ég vona að mínir eiginleikar og reynsla geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar bæði í Englandi og í Meistaradeildinni.“ Við erum himinlifandi Matt Johnson, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Manchester United, sagði: „Markaskorun Leu er stórkostleg, leikstíll hennar mun gefa sóknarleik okkar nýja og spennandi vídd. Við erum himinlifandi með að bæta leikmanni af hennar kalíberi í hópinn,“ sagði Johnson. „Sigurhugarfar og reynsla Leu mun sannarlega hjálpa okkar unga og metnaðarfulla liði á meðan við höldum áfram að vaxa saman og keppa í innlendum og evrópskum keppnum.“ United vonast til að vera umsvifamikið á félagaskiptamarkaðnum þar sem stjórinn Skinner leitast við að styrkja hópinn fyrir útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna. Félagið hefur þegar samið um framlengingu við lykilmiðjumanninn Hinötu Miyazawa, sem hefur samþykkt að vera áfram til sumarsins 2029.
Enski boltinn Manchester United Þýski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira