Enski boltinn

Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stór­kost­legt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Raya sýndi mögnuð tilþrif þegar hann varði frá Yankuba Minteh.
David Raya sýndi mögnuð tilþrif þegar hann varði frá Yankuba Minteh. getty/Mark Thompson

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, lýsti markvörslu Davids Raya í leiknum gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær sem stórkostlegri.

Arsenal vann leikinn, 2-1, og hélt þar með tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Raya átti risastóran þátt í að Arsenal landaði sigrinum en í stöðunni 2-1 varði hann frábærlega frá Yankuba Minteh.

Gambíumaðurinn fékk boltann hægra megin inni í vítateig Arsenal og átti skot sem stefndi upp í markhornið. En Raya var vandanum vaxinn og sló boltann aftur fyrir.

Klippa: Frábær varsla Raya

„Þetta var stórkostlegt. Ég var með frábært sjónarhorn á þetta,“ sagði Arteta eftir leikinn.

„Þetta er það sem við þurfum frá leikmönnunum; svona frammistöðu á lykilaugnablikum.“

Raya hefur leikið alla átján leiki Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og haldið níu sinnum hreinu, oftast allra markvarða.

Næsti leikur Arsenal er gegn Aston Villa á Emirates á þriðjudaginn. Með sigri jafnar Villa Arsenal að stigum.


Tengdar fréttir

Aldrei spilað þarna en sagði strax já

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var hæstánægður með hugarfar Declan Rice og annarra leikmanna sinna í 2-1 sigrinum gegn Brighton í dag og sagði þá hafa verðskuldað mun stærri sigur.

Arsenal aftur á toppinn

Arsenal vann 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum endurheimtir liðið toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×