Fótbolti

PSV hollenskur meistari í fyrsta sinn í sjö ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
PSV Eindhoven varð Hollandsmeistari í knattspyrnu í gær. Þetta varð ljóst eftir 4-1 sigur liðsins gegn SC Heerenveen á heimavelli. Ajax hafði unnið titilinn síðustu fjögur ár, en PSV batt enda á einokun Ajax.

Luuk de Jong, lánsmaðurinn frá Newcastle, kom PSV á bragðið og Memphis Depay tvöfaldaði forystuna. Joey van den Berg klóraði í bakkann fyrir Heerenveen, en de Jong bætti við öðru marki fyrir hlé. 3-1 fyrir PSV í hálfleik.

Í síðari hálfleik kom ekki nema eitt mark, en það gerði Luciano Narsingh á lokamínútu síðari hálfleiks. PSV því hollenskur meisatri þrátt fyrir að þrjár umferðir séu enn óleiknar.

Þetta er 22. meistaratitill PSV, en sá fyrsti frá 2007. Síðustu fjögur ár hafði Ajax verið í áskrift að titlinum, en Ajax er nú í öðru sætinu og getur ekki náð PSV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×