Enski boltinn

Memphis Depay vildi frekar fara til United heldur en Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Memphis Depay spilar með United á næstu leiktíð.
Memphis Depay spilar með United á næstu leiktíð. vísir/getty
Hollenski kantmaðurinn Memphis Depay sem Manchester United er búið að kaupa frá PSV Eindhoven valdi frekar að fara til United heldur en Liverpool.

Þetta segir Marcel Brands, yfirmaður kanttspyrnumála hjá PSV, en það hafði mikil áhrif á ákvörðum Depay að Louis van Gaal er knattspyrnustjóri Manchester United.

„Liverpool hafði samband við okkur og ræddi um leikmanninn. Það var eitt af þeim félögum sem hafði áhuga, en á endanum valdi Memphis frekar að fara til Manchester United,“ segir Brands í viðtali við Sky Sports.

„United hafði samband fyrir nokkrum vikum en viðræðurnar á síðustu dögu gengu snöggt fyrir sig.“

Depay var í landsliðshópi Hollands sem náði bronsinu á HM í Brasilíu síðasta sumar undir stjórn Van Gaal.

„Louis hafði mikil áhrif á ákvörðun hans. Ég vann með Louis í fjögur ár og var mjög ánægður með hann. Ég veit líka að Memphis var ánægður eftir HM og hefur mikla trú á honum,“ segir Brands.

„Hann er rétti þjálfarinn fyrir Memphis því hann er frábær að vinna með ungum leikmönnum,“ segir Marcel Brands.

Memphis Depay var markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar sem PSV Eindhoven vann með yfirburðum. Kaupverðið er nú sagt 25 milljónir punda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×