Enski boltinn

Memphis kvaddi með Ronaldo-marki og spilar með United á næsta tímabili | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Memphis Depay fagnar hér marki sínu.
Memphis Depay fagnar hér marki sínu. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Manchester United geta byrjað að hlakka til að sjá Memphis Depay á Old Trafford á næsta tímabili en þessi snjalli leikmaður skoraði stórglæsilegt mark um helgina.

Memphis Depay er 21 árs gamall og er á leiðinni til Manchester United frá PSV Eindhoven fyrir um 30 milljónir punda í sumar.  

Depay lék síðasta heimaleikinn sinn með PSV Eindhoven um helgina og skoraði þá frábært mark beint úr aukaspyrnu ala Cristiano Ronaldo. PSV vann Heracles 2-0 og Depay fékk heiðursskiptingu í lokin.

Memphis Depay var þarna að skora beint úr aukaspyrnu þriðja leikinn í röð en hann skoraði líka úr aukaspyrnum á móti Heerenveen og Excelsior.

Depay hefur skorað 22 mörk í 29 leikjum með PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í vetur og er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað meira en fimmtán mörk í tíu bestu deildum Evrópu í vetur.

Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra mark Memphis Depay sem og þegar hann var nálægt því að skora aftur úr aukaspyrnu seinna í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×