Erlent

Framkvæmdastjórar Uber handteknir í Frakklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Leigubílstjórar saka Uber um að vera með undirboð á markaðnum.
Leigubílstjórar saka Uber um að vera með undirboð á markaðnum. Vísir/AFP
Lögregla í Frakklandi hefur handtekið tvo framkvæmdastjóra leiguþjónustunnar Uber. Talsmaður saksóknara í París segir að þeir væri í haldi til að hægt sé að yfirheyra þá vegna gruns um ólöglega starfsemi.

Franskir leigubílstjórar lokuðu vegum að flugvöllum Parísarborgar og fjölmennasta hringveginum í kringum borgina í síðustu viku til að mótmæla leigubílaþjónustunni.

Óeirðalögregla í París þurfti að beita táragasi gegn nokkum bílstjóranna sem komu upp vegatálmum og brenndu hjólbarða. Leigubílstjórar segja Uber vera með undirboð á markaðnum.

Innanríkisráðherra Frakklands bannaði starfsemina í síðustu viku og fyrirskipaði lögreglu og saksóknara að framfylgja banninu.

Talsmenn Uber hafa sagst munu hætta starfseminni, falli dómsúrskurður um að starfseminni skuli hætt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×