Erlent

Franskir leigubílstjórar mótmæla Uber og loka leiðum að flugvöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Franskir leigubílstjórar ráðast reyna að velta meintum Uber-leigubíl í París fyrr í dag.
Franskir leigubílstjórar ráðast reyna að velta meintum Uber-leigubíl í París fyrr í dag. Vísir/AFP
Franskir leigubílstjórar hafa lokað vegum að flugvöllum Parísarborgar og fjölmennasta hringveginum í kringum borgina til að mótmæla leigubílaþjónustunni Uber.

Óeirðalögregla í París hefur þurft að beita táragasi gegn nokkum bílstjóranna sem hafa víða komið upp vegatálmum og brennt hjólbarða.

Vegatálmum hefur einnig verið komið upp í kringum Marseille og Aix-en-Provence í suðausturhluta Frakklands.

Í frétt BBC segir að Uber hafi verið að ryðja sér inn á franskan markað þrátt fyrir andstöðu þarlendra stjórnvalda.

Talsmenn flugvallanna Charles du Gaulle og Orly hafa hvatt flugfarþega til að taka lestina til að komast vandræðalaust á flugvellina.

Bandaríska söngkonan Courtney Love Cobain er ein þeirra sem varð vitni að mótmælaaðgerðum leigubílstjóranna og greindi frá því á Twitter-síðu sinni að mótmælendur hafi „slegið til bílsins með málmkylfum“. Þá birti hún mynd af glugga leigubíls hennar þar sem eggi hafði verið kastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×