Serbar náðu í stig | Úrslitaleikur á sunnudag 10. júní 2015 19:41 Serbar töpuðu stórt á Íslandi og það gæti orðið liðinu að falli. Vísir/Ernir Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016. Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23. Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex. Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum. Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.Uppfært: Strákarnir komnir á EM Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23. Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016. Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23. Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex. Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum. Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.Uppfært: Strákarnir komnir á EM Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23. Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn