Erlent

Týndi leikfangatígurinn Hobbes fékk skoðunarferð um flugvöllinn í Tampa

Bjarki Ármannsson skrifar
Hobbes fékk að taka þátt í ýmsu með flugvallarstarfsmönnum.
Hobbes fékk að taka þátt í ýmsu með flugvallarstarfsmönnum. Mynd/Flugvöllurinn í Tampa
Hobbes, leikfangatígur hins sex ára gamla Owen, lenti í ýmsum ævintýrum á flugvellinum í Tampa í Flórída í Bandaríkjunum í vikunni. Hobbes varð eftir á flugvellinum er eigandi hans var að ferðast til Texas og hringdi móðir Owen í flugvallarstarfsfólk til að lýsa eftir honum.

Hobbes fannst blessunarlega fljótt og starfsfólk flugvallarins passaði upp á hann þar til fjölskylda hans gat komið að sækja hann. Ekki nóg með það, heldur fékk Hobbes að skoða hvern krók og kima flugvallarins og voru myndir teknar í leiðinni.

Owen sótti svo í fyrradag tígurinn sinn og fékk um leið að heyra af skoðunarferð hans um flugvöllinn. Jafnframt fékk stráksi að eiga bók með myndunum í. Meðal annars fékk Hobbes að skoða flugumferðarstjórnarklefann, hótel á flugvellinum og flugbrautina.

After boarding a flight to Houston with his family, 6-year-old Owen panicked. Where was his favorite tiger, Hobbes? His...

Posted by Tampa International Airport on 15. júní 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×