Erlent

Þriðjungi fleiri hryðjuverkaárásir í fyrra en árið á undan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vettvangur sjálfsmorðssprengjuárásar í Írak í apríl síðastliðnum.
Vettvangur sjálfsmorðssprengjuárásar í Írak í apríl síðastliðnum. vísir/epa
Samkvæmt nýrri skýrslu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fjölgaði hryðjuverkaárásum í heiminum um þriðjung á seinasta ári, borið saman við árið 2013.

Í skýrslunni kemur fram að fjöldi þeirra sem létust í hryðjuverkaárásum hafi aukist um 80 prósent, en varnarmálaráðuneytið áætlar að allt að 33.000 manns hafi látið lífið í árásum á liðnu ári.

Mestu munar um árásir hryðjuverkahópa á borð við Íslamska ríkið í Írak og Boko Haram í Nígeríu. Þá hafa hryðjuverkaárásir einnig aukist í Pakistan, á Filippseyjum, í Nepal og Rússlandi, að því er fram kemur í frétt BBC um málið.

Mannskæðasta árásin var í borginni Mosul í Írak en þar myrtu liðsmenn Íslamska ríkisins 670 sjía-múslima sem hryðjuverkahópurinn hafði tekið til fanga.

Þá segir í skýrslunni að hryðjuverkahópar hafi notað mun öfgafyllri aftökur á seinasta ári en áður hefur þekkst, á borð við krossfestingar og afhöfðun.


Tengdar fréttir

Ár undir ógnarstjórn

Um þetta leyti á síðasta ári heyrðu íbúarnir í Mósúl í vopnum vígasveita Íslamska ríkisins í útjaðri borgarinnar. Næstu vikurnar lagði hálf milljón manna á flótta. Vestrænir fjölmiðlar hafa í vikunni birt frásagnir íbúa sem flúðu frá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×