Enski boltinn

Alfreð gæti farið á láni til Everton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreði gekk ekki vel á Spáni.
Alfreði gekk ekki vel á Spáni. vísir/getty
Samkvæmt frétt talkSPORT er Alfreð Finnbogason á leið frá Real Sociedad í sumar á láni.

Alfreð átti erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð á Spáni, en hann var aðeins sex sinnum í byrjunarliðinu í deildinni og skoraði tvö mörk í 25 leikjum.

Everton er sagt áhugasamt um að fá Alfreð til liðs við sig, en David Moyes stýrði Everton í áratug áður en hann tók við Manchester United og síðar Sociedad.

Þá kemur einnig fram að nýliðar Norwich, sem unnu Middlesbrough í umspili um sæti í úrvalsdeildinni, hafi sýnt Alfreð áhuga.

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er aðalframherji Everton, en Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, sagði í síðustu viku að hann vildi styrkja hópinn í sumar og fá meiri breidd í liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×