Búist við að Írar samþykki hjónabönd samkynhneigðra í dag Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 20:00 Búist er við að meirihluti Íra samþiggi hjónabönd samkynhneigðra í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Kaþólska kirkjan sem áður var mjög áhrifamikil í landinu leggst gegn málinu en er sjálf þjökuð af fjölmörgum hneykslismálum vegna ofbeldis gegn einstæðum mæðrum og barnaníði. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. En barátta þeirra sem vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra hefur verið mjög áberandi í landinu undanfarna mánuði og er breytingin studd af öllum stjórnmálaflokkum Írlands, ásamt miklum fjölda þjóðþekktra einstaklinga og leiðtoga í atvinnulífinu. Kjörstöðum lokar klukkan níú í kvöld að íslenskum tíma en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun. Niðurstðan ræðst töluvert af stuðningi yngri kjósenda en tugir þúsunda ungs fólks hefur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. „Ég sætti mig ekki við heim þar sem þessi breyting nær ekki fram að ganga.Ég held að framsækin lög sem þessi geti komið landinu mjög til góða. Ég held að þetta yrði mjög gott fyrir þjóðarsálina. Þetta yrði mjög gott fyrir aðlögun LGBT fólks að samfélaginu. Ég held að það yrði allt jákvætt við þessa breytingu,” segir Samuel Riggs ungur kjósandi á kjörstað. Aldrei áður hefur heil þjóð gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. En kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valda og áhrifamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta maldar kirkjan lágvært í móinn en kannanir benda til að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt með allt að tveimur þriðju atkvæða. Ian Monney, ungur kjósandi, styður breytinguna. „Ef þetta nær fram að ganga mun fólk sem hefur upplifað afskúfun á Írlandi í fyrsta skipti fá það á tilfinninguna að það sé hluti af samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Þannig að þetta yrði stórmál,“ segir Mooney. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Búist er við að meirihluti Íra samþiggi hjónabönd samkynhneigðra í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Kaþólska kirkjan sem áður var mjög áhrifamikil í landinu leggst gegn málinu en er sjálf þjökuð af fjölmörgum hneykslismálum vegna ofbeldis gegn einstæðum mæðrum og barnaníði. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. En barátta þeirra sem vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra hefur verið mjög áberandi í landinu undanfarna mánuði og er breytingin studd af öllum stjórnmálaflokkum Írlands, ásamt miklum fjölda þjóðþekktra einstaklinga og leiðtoga í atvinnulífinu. Kjörstöðum lokar klukkan níú í kvöld að íslenskum tíma en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun. Niðurstðan ræðst töluvert af stuðningi yngri kjósenda en tugir þúsunda ungs fólks hefur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. „Ég sætti mig ekki við heim þar sem þessi breyting nær ekki fram að ganga.Ég held að framsækin lög sem þessi geti komið landinu mjög til góða. Ég held að þetta yrði mjög gott fyrir þjóðarsálina. Þetta yrði mjög gott fyrir aðlögun LGBT fólks að samfélaginu. Ég held að það yrði allt jákvætt við þessa breytingu,” segir Samuel Riggs ungur kjósandi á kjörstað. Aldrei áður hefur heil þjóð gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. En kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valda og áhrifamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta maldar kirkjan lágvært í móinn en kannanir benda til að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt með allt að tveimur þriðju atkvæða. Ian Monney, ungur kjósandi, styður breytinguna. „Ef þetta nær fram að ganga mun fólk sem hefur upplifað afskúfun á Írlandi í fyrsta skipti fá það á tilfinninguna að það sé hluti af samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Þannig að þetta yrði stórmál,“ segir Mooney.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira