Búist við að Írar samþykki hjónabönd samkynhneigðra í dag Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 20:00 Búist er við að meirihluti Íra samþiggi hjónabönd samkynhneigðra í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Kaþólska kirkjan sem áður var mjög áhrifamikil í landinu leggst gegn málinu en er sjálf þjökuð af fjölmörgum hneykslismálum vegna ofbeldis gegn einstæðum mæðrum og barnaníði. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. En barátta þeirra sem vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra hefur verið mjög áberandi í landinu undanfarna mánuði og er breytingin studd af öllum stjórnmálaflokkum Írlands, ásamt miklum fjölda þjóðþekktra einstaklinga og leiðtoga í atvinnulífinu. Kjörstöðum lokar klukkan níú í kvöld að íslenskum tíma en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun. Niðurstðan ræðst töluvert af stuðningi yngri kjósenda en tugir þúsunda ungs fólks hefur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. „Ég sætti mig ekki við heim þar sem þessi breyting nær ekki fram að ganga.Ég held að framsækin lög sem þessi geti komið landinu mjög til góða. Ég held að þetta yrði mjög gott fyrir þjóðarsálina. Þetta yrði mjög gott fyrir aðlögun LGBT fólks að samfélaginu. Ég held að það yrði allt jákvætt við þessa breytingu,” segir Samuel Riggs ungur kjósandi á kjörstað. Aldrei áður hefur heil þjóð gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. En kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valda og áhrifamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta maldar kirkjan lágvært í móinn en kannanir benda til að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt með allt að tveimur þriðju atkvæða. Ian Monney, ungur kjósandi, styður breytinguna. „Ef þetta nær fram að ganga mun fólk sem hefur upplifað afskúfun á Írlandi í fyrsta skipti fá það á tilfinninguna að það sé hluti af samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Þannig að þetta yrði stórmál,“ segir Mooney. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Búist er við að meirihluti Íra samþiggi hjónabönd samkynhneigðra í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Kaþólska kirkjan sem áður var mjög áhrifamikil í landinu leggst gegn málinu en er sjálf þjökuð af fjölmörgum hneykslismálum vegna ofbeldis gegn einstæðum mæðrum og barnaníði. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. En barátta þeirra sem vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra hefur verið mjög áberandi í landinu undanfarna mánuði og er breytingin studd af öllum stjórnmálaflokkum Írlands, ásamt miklum fjölda þjóðþekktra einstaklinga og leiðtoga í atvinnulífinu. Kjörstöðum lokar klukkan níú í kvöld að íslenskum tíma en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun. Niðurstðan ræðst töluvert af stuðningi yngri kjósenda en tugir þúsunda ungs fólks hefur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. „Ég sætti mig ekki við heim þar sem þessi breyting nær ekki fram að ganga.Ég held að framsækin lög sem þessi geti komið landinu mjög til góða. Ég held að þetta yrði mjög gott fyrir þjóðarsálina. Þetta yrði mjög gott fyrir aðlögun LGBT fólks að samfélaginu. Ég held að það yrði allt jákvætt við þessa breytingu,” segir Samuel Riggs ungur kjósandi á kjörstað. Aldrei áður hefur heil þjóð gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. En kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valda og áhrifamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta maldar kirkjan lágvært í móinn en kannanir benda til að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt með allt að tveimur þriðju atkvæða. Ian Monney, ungur kjósandi, styður breytinguna. „Ef þetta nær fram að ganga mun fólk sem hefur upplifað afskúfun á Írlandi í fyrsta skipti fá það á tilfinninguna að það sé hluti af samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Þannig að þetta yrði stórmál,“ segir Mooney.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira