Búist við að Írar samþykki hjónabönd samkynhneigðra í dag Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 20:00 Búist er við að meirihluti Íra samþiggi hjónabönd samkynhneigðra í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Kaþólska kirkjan sem áður var mjög áhrifamikil í landinu leggst gegn málinu en er sjálf þjökuð af fjölmörgum hneykslismálum vegna ofbeldis gegn einstæðum mæðrum og barnaníði. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. En barátta þeirra sem vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra hefur verið mjög áberandi í landinu undanfarna mánuði og er breytingin studd af öllum stjórnmálaflokkum Írlands, ásamt miklum fjölda þjóðþekktra einstaklinga og leiðtoga í atvinnulífinu. Kjörstöðum lokar klukkan níú í kvöld að íslenskum tíma en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun. Niðurstðan ræðst töluvert af stuðningi yngri kjósenda en tugir þúsunda ungs fólks hefur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. „Ég sætti mig ekki við heim þar sem þessi breyting nær ekki fram að ganga.Ég held að framsækin lög sem þessi geti komið landinu mjög til góða. Ég held að þetta yrði mjög gott fyrir þjóðarsálina. Þetta yrði mjög gott fyrir aðlögun LGBT fólks að samfélaginu. Ég held að það yrði allt jákvætt við þessa breytingu,” segir Samuel Riggs ungur kjósandi á kjörstað. Aldrei áður hefur heil þjóð gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. En kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valda og áhrifamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta maldar kirkjan lágvært í móinn en kannanir benda til að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt með allt að tveimur þriðju atkvæða. Ian Monney, ungur kjósandi, styður breytinguna. „Ef þetta nær fram að ganga mun fólk sem hefur upplifað afskúfun á Írlandi í fyrsta skipti fá það á tilfinninguna að það sé hluti af samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Þannig að þetta yrði stórmál,“ segir Mooney. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Búist er við að meirihluti Íra samþiggi hjónabönd samkynhneigðra í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Kaþólska kirkjan sem áður var mjög áhrifamikil í landinu leggst gegn málinu en er sjálf þjökuð af fjölmörgum hneykslismálum vegna ofbeldis gegn einstæðum mæðrum og barnaníði. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. En barátta þeirra sem vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra hefur verið mjög áberandi í landinu undanfarna mánuði og er breytingin studd af öllum stjórnmálaflokkum Írlands, ásamt miklum fjölda þjóðþekktra einstaklinga og leiðtoga í atvinnulífinu. Kjörstöðum lokar klukkan níú í kvöld að íslenskum tíma en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun. Niðurstðan ræðst töluvert af stuðningi yngri kjósenda en tugir þúsunda ungs fólks hefur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. „Ég sætti mig ekki við heim þar sem þessi breyting nær ekki fram að ganga.Ég held að framsækin lög sem þessi geti komið landinu mjög til góða. Ég held að þetta yrði mjög gott fyrir þjóðarsálina. Þetta yrði mjög gott fyrir aðlögun LGBT fólks að samfélaginu. Ég held að það yrði allt jákvætt við þessa breytingu,” segir Samuel Riggs ungur kjósandi á kjörstað. Aldrei áður hefur heil þjóð gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. En kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valda og áhrifamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta maldar kirkjan lágvært í móinn en kannanir benda til að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt með allt að tveimur þriðju atkvæða. Ian Monney, ungur kjósandi, styður breytinguna. „Ef þetta nær fram að ganga mun fólk sem hefur upplifað afskúfun á Írlandi í fyrsta skipti fá það á tilfinninguna að það sé hluti af samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Þannig að þetta yrði stórmál,“ segir Mooney.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira