Erlent

Fáni ISIS við hún á safninu í Palmyra

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd sem hryðjuverkasamtökin birtu á heimasíðu sinni.
Mynd sem hryðjuverkasamtökin birtu á heimasíðu sinni. Vísir/AP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa lokað safninu í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi og komið vörðum fyrir fyrir utan safnið. ISIS-liðar ráða nú yfir borginni sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Safnvörðurinn Maamoun Abdulkarim segir að þeir hafi nú þegar eyðilagt nokkrar nýrri styttur og flagga nú fána samtakanna á þaki safnsins.

Abdulkarim segir að flestir fornmunanna hafi áður verið fluttir til sýrlensku höfuðborgarinnar Damaskus, þegar ISIS-liðar sóttu nær.

ISIS-liðar hafa unnið skipulega að því að eyðileggja fornminjar á þeim svæðum þar sem samtökin hafa sótt fram.

Í síðasta mánuði birtu samtökin myndbönd af því þegar þeir sprengdu fornu borgina Nimrud í sundur. Þar að auki hafa ISIS-liðar keyrt yfir staði með mikilvægar fornminjar með jarðýtum.

Talsmaður UNESCO segir að eyðilegging stöplanna í fornu borginni yrði álitinn gríðarlegur skaði fyrir mannkyn.

Palmyra.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Óttast um fornminjarnar

Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu á sitt vald hluta bæjarins Palmyra.

Liðsmenn ISIS komnir inn í Palmyra

Palmyra er að finna á heimsminjaskrá UNESCO og er óttast að ISIS-liðar muni vinna skemmdir á eða eyðileggja borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×