Erlent

Pólsku forsetakosningarnar: Komorowski og Duda mætast í seinni umferðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Komorowski forseti mældist með öruggt forskot á Duda í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna.
Komorowski forseti mældist með öruggt forskot á Duda í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Vísir/AFP
Útgönguspár benda til þess að Bronislaw Komorowski, forseti Póllands, og íhaldsmaðurinn Andrzej Duda muni mætast í síðari umferð pólsku forsetakosninganna. Fyrri umferð kosninganna fór fram í gær.

Frambjóðandi þarf að ná hreinum meirihluta til að ná kjöri. Í frétt BBC kemur fram að Duda hafi mælst með 34,5 prósent fylgi í útgönguspánni en Komorowski 33,1 prósent.

Hinn 62 ára Komorowski tók við forsetaembættinu í Póllandi fyrir fimm árum í kjölfar þess að Lech Kaczynski forseti fórst í flugslysi.

Komorowski mældist með öruggt forskot á Duda í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna.

Tónlistarmaðurinn Pawel Kukiz hlaut 20 prósent fylgi samkvæmt útgönguspám. Kjörsókn var 48,8 prósent.

Seinni umferð kosninganna fer fram þann 24. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×