Erlent

Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi

Bjarki Ármannsson skrifar
Nokkrir þeirra sem ítalska landhelgisgæslan bjargaði.
Nokkrir þeirra sem ítalska landhelgisgæslan bjargaði. Vísir/AP
Óttast er að um fjögur hundruð flóttamenn hafi drukknað þegar báti þeirra hvolfdi við strendur Líbýu í gær. Samtökin Save the Children hafa eftir nokkrum sem lifðu af að alls hafi um 550 manns verið um borð í bátnum sem var á leið frá Líbýu til Ítalíu.

BBC greinir frá. Ítalska landhelgisgæslan bjargaði í gær 144 og hrinti af stað frekari leit bæði úr lofti og á sjó. Níu lík hafa fundist en engir eftirlifendur.

Undanfarnar vikur hafa æ fleiri reynt að komast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu, oftast á illa til búnum bátum og flekum. Sem kunnugt er hefur íslenska varðskipið Týr bjargað rúmlega sjö þúsund manns við strendur Líbýu frá því á föstudag. 


Tengdar fréttir

„Hvert rými setið“

Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið.

Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar

Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu.

Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi

Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát.

Týr úr einni björgun í aðra

Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×