Innlent

Týr úr einni björgun í aðra

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá björgunaraðgerðum Týs í dag.
Frá björgunaraðgerðum Týs í dag. mynd/landhelgisgæslan
Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um fimmtíu sjómílum norðvestur af Trípólí, en mikill leki var kominn að bátnum. Fjöldi kvenna og barna eru í hópnum, eða alls 135 konur og 27 börn. Nokkrar kvennanna eru barnshafandi.

Í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi frá sér á fimmta tímanum í dag gengu björgunaraðgerðir vel fyrir sig. Að þeim loknum hélt varðskipið að öðrum báti með um 200 flóttamenn um borð og er áhöfn Týs nú að aðstoða við að koma þeim um borð í annað skip sem er á staðnum. Týr mun halda með flóttamennina 342 til hafnar að því loknu.

Gríðarlegur straumur flóttafólks er nú á þessu svæði og hefur á þriðja þúsund manns verið bjargað þar á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×