„Höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. apríl 2015 00:01 Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira