„Höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. apríl 2015 00:01 Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira