Innlent

Eiga að minnka auðgun úrans um tvo þriðju

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Öll kjarnorkuvinnsla Írana verður undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
Öll kjarnorkuvinnsla Írana verður undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Vísir/AFP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, lýsti í kvöld yfir ánægju sinni með drög að samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana sem undirrituð voru í dag.

Á meðal þess sem kemur fram í drögunum er krafa um að Íran minnki auðgun úrans um tvo þriðju og að úranbirgðir landsins verði í algjöru lágmarki. Öll kjarnorkuvinnsla Írana verður svo undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.

Þá verður viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Íran lyft í skrefum en geta verið settar aftur á ef Íran stendur ekki við sinn hluta samkomulagsins.

Obama sagði að vel yrði fylgst með því hvort að samkomulagið verði virt. Hann sagði að drögin að endanlegu samkomulagi hefðu komið eftir langar og strangar viðræður og að þau lofuðu góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×