Erlent

Kjarnorkuviðræðurnar: Drög að samkomulagi liggja fyrir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fánar þeirra ríkja sem tekið hafa þátt í viðræðunum um kjarnorkuáætlun Írans.
Fánar þeirra ríkja sem tekið hafa þátt í viðræðunum um kjarnorkuáætlun Írans. Vísir/AFP
Gerð hafa verið drög að samkomulagi vegna kjarnorkuáætlunar Írans, að því er BBC greinir frá.

Þá greinir Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, frá því á Twitter að lausnin liggi fyrir og nú sé hægt að fara að gera endanlegt samkomulag.

Samningaviðræður hafa staðið yfir síðustu viku á milli Írans og fulltrúa Bandaríkjanna, Þýskalands, Rússlands, Bretlands, Kína og Frakklands. Viðræðurnar fóru fram Lausanne í Sviss, en upphaflegur frestur til að ljúka þeim rann út 31. mars.

Stefnt er að því að endanlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Írana liggi fyrir í seinasta lagi þann 30. júní, sem er næsti frestur í viðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×