Erlent

Obama undir miklum þrýstingi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að erfitt hafi reynst að sannfæra fólk um ágæti nýs rammasamnings um kjarnorkuáætlun Írans. Hann vonar að efasemdum fari að linna því samningurinn sé til þess fallinn að gera heiminn öruggari.

Obama er undir miklum þrýstingi og hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna þróun mála. Repúblikanar eru mótfallnir samningnum og hafa krafist þess að fá að hlutast til um hann. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, sagði forsetann þurfa að útskýra fyrir þingi og þjóð hvers vegna fella eigi niður alþjóðlegar viðskiptaþvinganir gegn Íran, sem sé leiðandi ríki á sviði hryðjuverka. Nauðsynlegt sé að upplýsingar um umfang hernaðarstarfsemi Írans liggi fyrir.

McConnell ætlar, fyrir hönd öldungadeildarinnar, að krefjast þess að samningar verði endurskoðaðir og að Obama fái til þess sextíu daga.

Þá hefur gagnrýnin jafnframt borist frá Ísrael en þar telja leiðtogar horfur á kjarnorkuvopnum í Íran töluverðar. Útiloka þeir því ekki hugsanlegar hernaðaraðgerðir gegn kjarnorkuáætlun Írans.

Obama hefur áður sagt að samningurinn sé sögulegt tækifæri til þess að koma í veg fyrir þróun og útbreiðslu kjarnorkuvopna í heiminum.


Tengdar fréttir

Obama kallar eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins

Barack Obama gefur lítið fyrir gagnrýni repúblikana og segir nýjan rammasamning góðan. Líta eigi á hann sem sögulegt tækifæri til þess að stöðva hugsanlega útbreiðslu kjarnorkuvopna í Íran.

„Ætlum ekki að svindla“

Forseti Írans segist ætla að hlíta skilmálum kjarnorkusamningsins sem undirritaður var í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×