Fundað á ný eftir vikuhlé Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2015 12:03 Páll Halldórsson formaður BHM Vísir/Stefán Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson. Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson.
Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00
Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00