Fundað á ný eftir vikuhlé Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2015 12:03 Páll Halldórsson formaður BHM Vísir/Stefán Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson. Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Allt stefnir í að á þriðja þúsund félagsmenn BHM leggi niður störf á morgun. Samninganefndir Bandalags háskólmanna og ríksins koma saman til fundar í Karphúsinu í dag eftir vikulangt hlé. Formaður BHM vonast til að samninganefnd ríkisins kynni þar nýtt útspil til að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður en til allsherjarverkfalls kemur. Verkfallsaðgerðir BHM hófust í gær. Þá lögðu fimm hundruð og sextíu félagsmenn Bandalags háskólamanna niður störf. Flestir þeirra starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum en um er að ræða geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæður og náttúrfræðinga á spítalanum. Þá lögðu lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf í gær. Á morgun hefst svo allsherjarverkfall BHM ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Reynt verður til þrautar að leysa deiluna í dag þegar samninganefndir BHM og ríkisins hittast á fundi hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir hádegi. Um vika er liðin frá því deiluaðilar hittust síðast á fundi. „Við förum á fund á eftir og við sjáum hvað þar kemur fram. Það hefur komið fram að ríkið var ekki tilbúið að funda með okkur um páskana en töldu sig þurfa þennan tíma til þess að undirbúa eitthvað og ég er bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því og við mætum á fundinn. Boltinn er hjá þeim og við tökum bara afstöðu til þess sem að þar kemur fram,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Páll vonast til að samninganefnd ríksins kynni á fundinum nýtt útspil svo hægt verði að leysa deiluna. „Maður auðvitað vonar að það gerist eitthvað en ég get ekki fullyrt um það. Það er auðvitað þeirra að svara til um það en ég geri auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir komi með eitthvað inn í þessa deilu þannig að við getum svona eitthvað fikrað okkur til lausnar,“ segir Páll. Á morgun leggja ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð félagsmenn BHM niður störf ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Á meðal þeirra eru félagar í Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands og Þroskaþjálfafélagi Íslands. Páll segir enn nokkuð bera í milli samninganefndanna. „Auðvitað er það þannig að ef við ætluðum að taka okkar ýtrustu kröfur á skömmum tíma þá auðvitað má segja að það beri mikið í milli en við auðvitað erum að reyna að finna einhverjar leiðir,“ segir Páll Halldórsson.
Tengdar fréttir Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00 Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Verkfall hefst á Landspítala í dag. Talið að það muni hafa jafn víðtæk áhrif og læknaverkfallið, meðal annars á þjónustu við ófrískar konur og hjartasjúklinga. Starfandi forstjóri hefur áhyggjur af öryggi sjúklinganna. 7. apríl 2015 07:00
Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA. 8. apríl 2015 07:00