Ný atkvæðagreiðsla SGS gæti orðið um harðari aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:30 Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira