Ný atkvæðagreiðsla SGS gæti orðið um harðari aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:30 Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira