„Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2015 13:24 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar sem haldinn var í gær. Vísir Það fór vart framhjá neinum að íslenskar stúlkur héldu í gær upp á dag geirvörtunnar. Í skólum víða um land fengu brjóst að njóta sín til hins ýtrasta, sem og á samfélagsmiðlum, auk þess sem hópur stúlkna fór berbrjósta í sund í gærkvöldi. Erfitt er að meta hversu margar konur birtu myndir af sér berum að ofan í gær og í fyrradag en ætla má að þær skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Markmiðið með myndbirtingunum var meðal annars að segja hefndarklámi stríð á hendur. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, er ein þeirra sem hefur unnið ötullega að því að fræða börn, unglinga og foreldra um hefndarklám og er hún afar ánægð með dag geirvörtunnar. Hún er í miðri fyrirlestrarröð sem stendur fram í júní og er stödd á Akureyri, þar sem hún hélt fimm fyrirlestra fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, foreldra og kennara í gær. „Ég er afskaplega stolt og hrærð yfir því að það hafi tekist þarna fjöldahreyfing um það að líkaminn sé dásamlegt fyrirbæri sem við getum borið höfuðið hátt gagnvart.“ Hún segist samgleðjast öllum þeim sem upplifðu einhvers konar valdeflingu í tengslum við dag geirvörtunnar og öllum þeim hefndarklámsbrotaþolum sem hafa lent í því að brjóstamyndir af þeim voru notaðar gegn þeim og urðu að einhvers konar vopni.Boltanum var hent á loft í gær „Það eina sem ég vona að gerist ekki er að þetta verði olía á eld fólks sem vill snúa átakinu upp í andhverfu sína. Ef að það gerist að nektarmyndir verða notaðar á annan veg en þeim var ætlað þá hvet ég samfélagið til að takast á við það sameiginlega. Ég var rétt í þessu að ljúka heimsókn í kynjafræðitíma í VMA og við ræddum um að í gær hefði boltanum verið hent á loft af ótal hugrökkum konum sem vilja skora hlutgervingu og misrétti á hólm." Þórdís segir að það sé nú á ábyrgð sem samfélags að grípa þennan bolta og standa með þessum konum alla leið. „Ef einhverjir skemmdarvargar misnota þessar myndir og dreifa þeim yfir á vefsíður sem einkennast af drusluskömmun og kvenfyrirlitningu, þá er okkar ábyrgð að leyfa þeim ekki að snúa átakinu upp í andhverfu sína. Við þurfum að hafna þeirri hugmynd að nekt sé niðurlægjandi eða auðmýkjandi fyrirbæri sem nota má gegn annarri manneskju. Krafturinn í samtakamættinum er ómetanlegur og blæs mér bjartsýni í brjóst, í orðsins fyllstu merkingu. Bæði brjóstin, meira að segja.“ Tengdar fréttir Berbrjósta í lauginni Þrjár íslenskar stúlkur stóðu fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld en hvöttu þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 21:56 „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00 Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25 Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49 „Það munu alltaf vera til dónakarlar“ Þingmaðurinn Björt Ólafsdóttir hefur mikla trú á komandi kynslóðum. 27. mars 2015 13:12 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Það fór vart framhjá neinum að íslenskar stúlkur héldu í gær upp á dag geirvörtunnar. Í skólum víða um land fengu brjóst að njóta sín til hins ýtrasta, sem og á samfélagsmiðlum, auk þess sem hópur stúlkna fór berbrjósta í sund í gærkvöldi. Erfitt er að meta hversu margar konur birtu myndir af sér berum að ofan í gær og í fyrradag en ætla má að þær skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Markmiðið með myndbirtingunum var meðal annars að segja hefndarklámi stríð á hendur. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, er ein þeirra sem hefur unnið ötullega að því að fræða börn, unglinga og foreldra um hefndarklám og er hún afar ánægð með dag geirvörtunnar. Hún er í miðri fyrirlestrarröð sem stendur fram í júní og er stödd á Akureyri, þar sem hún hélt fimm fyrirlestra fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, foreldra og kennara í gær. „Ég er afskaplega stolt og hrærð yfir því að það hafi tekist þarna fjöldahreyfing um það að líkaminn sé dásamlegt fyrirbæri sem við getum borið höfuðið hátt gagnvart.“ Hún segist samgleðjast öllum þeim sem upplifðu einhvers konar valdeflingu í tengslum við dag geirvörtunnar og öllum þeim hefndarklámsbrotaþolum sem hafa lent í því að brjóstamyndir af þeim voru notaðar gegn þeim og urðu að einhvers konar vopni.Boltanum var hent á loft í gær „Það eina sem ég vona að gerist ekki er að þetta verði olía á eld fólks sem vill snúa átakinu upp í andhverfu sína. Ef að það gerist að nektarmyndir verða notaðar á annan veg en þeim var ætlað þá hvet ég samfélagið til að takast á við það sameiginlega. Ég var rétt í þessu að ljúka heimsókn í kynjafræðitíma í VMA og við ræddum um að í gær hefði boltanum verið hent á loft af ótal hugrökkum konum sem vilja skora hlutgervingu og misrétti á hólm." Þórdís segir að það sé nú á ábyrgð sem samfélags að grípa þennan bolta og standa með þessum konum alla leið. „Ef einhverjir skemmdarvargar misnota þessar myndir og dreifa þeim yfir á vefsíður sem einkennast af drusluskömmun og kvenfyrirlitningu, þá er okkar ábyrgð að leyfa þeim ekki að snúa átakinu upp í andhverfu sína. Við þurfum að hafna þeirri hugmynd að nekt sé niðurlægjandi eða auðmýkjandi fyrirbæri sem nota má gegn annarri manneskju. Krafturinn í samtakamættinum er ómetanlegur og blæs mér bjartsýni í brjóst, í orðsins fyllstu merkingu. Bæði brjóstin, meira að segja.“
Tengdar fréttir Berbrjósta í lauginni Þrjár íslenskar stúlkur stóðu fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld en hvöttu þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 21:56 „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00 Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25 Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49 „Það munu alltaf vera til dónakarlar“ Þingmaðurinn Björt Ólafsdóttir hefur mikla trú á komandi kynslóðum. 27. mars 2015 13:12 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Berbrjósta í lauginni Þrjár íslenskar stúlkur stóðu fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld en hvöttu þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 21:56
„Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01
Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45
Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00
Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25
Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12
Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56
Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50
Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49
„Það munu alltaf vera til dónakarlar“ Þingmaðurinn Björt Ólafsdóttir hefur mikla trú á komandi kynslóðum. 27. mars 2015 13:12