Neville: Leikmenn Chelsea voru sniðugir því Mourinho kann að spila leikinn Tómas Þór Þóraðrson skrifar 12. mars 2015 09:00 José Mourinho gerir allt til að vinna. vísir/getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira
Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40
Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30
Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59