Fótbolti

Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Luiz er dýrasti varnarmaðurinn í heimi.
David Luiz er dýrasti varnarmaðurinn í heimi. Vísir/Getty
Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik.

Varnarlína Paris Saint-Germain í kvöld er skipuð Brasilíumönnunum Marquinhos, David Luiz, Thiago Silva og Maxwell sem saman kostuðu yfir hundrað milljónir punda.

Það mun algengara að stórliðin séu að eyða miklum fjárhæðum í sóknarmenn og það er því athyglisvert að skoða verðmiðann á varnarlínu PSG.

PSG keypti Marquinhos á 22 milljónir punda frá Roma, Thiago Silva á 30 milljónir punda frá AC Milan, David Luiz á 50 milljónir punda frá Chelsea og Maxwell á 2,5 milljónir punda frá AC Milan. Samanlagt kostuðu þeir 104,5 milljónir punda eða tæplega 22 milljarða íslenskra króna.

FourFourTweet vakti athygli á þessu á twitter-síðu sinni í kvöld þegar ljóst var hvaða varnarleikmenn myndu spila fyrir Laurent Blanc á móti Chelsea.






Tengdar fréttir

Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið

Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×