Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2015 15:59 David Luiz fagnar jöfnunarmarki sínu með tilþrifum. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaða Chelsea olli miklum vonbrigðum og liðinu tókst ekki að nýta sér það að stóru dómar leiksins hafi fallið með enska liðinu. Lærisveinar Jose Mourinho sóttu ekki sigurinn ellefu á móti tíu og þurftu á endanum að sætta sig við að falla úr leik í sextán liða úrslitunum. Frakkarnir náðu þar með að hefna fyrir tapið á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Chelsea liðið lék manni fleiri frá 32. mínútu leiksins eftir að Zlatan Ibrahimović fékk beint rautt spjald en tókst engu að síður að jafna tvisvar sinnum eftir að hafa lengt marki undir. Leikmönnum Chelsea tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og heldur ekki að halda út á lokamínútunum eftir að Gary Cahill kom liðinu í 1-0 níu mínútum fyrir leikslok. David Luiz jafnaði nefnilega metin á 86. mínútu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma alveg eins og í fyrri leiknum í París en Eden Hazard kom Chelsea í 2-1 í framlengingunni með því að skora úr vítaspyrnu á 96. mínútu. Leikmenn Paris Saint-Germain gáfust ekki upp og Thiago Silva, sem hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnuna, tryggði sínu liði sæti í næstu umferð með því að jafna metin á 114. mínútu leiksins. Rauða spjaldið á Zlatan Ibrahimović leit út fyrir að vera dauðadómur fyrir franska liðið en flestir geta verið sammála að það hafi verið rangur dómur hjá Hollendingnum Björn Kuipers. Paris Saint-Germain sýndi hinsvegar magnaða frammistöðu manni færri og vann einn stærsta sigurinn í sögu félagsins.Zlatan Ibrahimović fékk rautt spjald eftir 32 mínútur Cahill skorar fyrir Chelsea David Luiz tryggir PSG framlengingu Hazard skorar í framlengingunni Markið sem sendi Chelsea út úr Meistaradeildinni Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaða Chelsea olli miklum vonbrigðum og liðinu tókst ekki að nýta sér það að stóru dómar leiksins hafi fallið með enska liðinu. Lærisveinar Jose Mourinho sóttu ekki sigurinn ellefu á móti tíu og þurftu á endanum að sætta sig við að falla úr leik í sextán liða úrslitunum. Frakkarnir náðu þar með að hefna fyrir tapið á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Chelsea liðið lék manni fleiri frá 32. mínútu leiksins eftir að Zlatan Ibrahimović fékk beint rautt spjald en tókst engu að síður að jafna tvisvar sinnum eftir að hafa lengt marki undir. Leikmönnum Chelsea tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og heldur ekki að halda út á lokamínútunum eftir að Gary Cahill kom liðinu í 1-0 níu mínútum fyrir leikslok. David Luiz jafnaði nefnilega metin á 86. mínútu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma alveg eins og í fyrri leiknum í París en Eden Hazard kom Chelsea í 2-1 í framlengingunni með því að skora úr vítaspyrnu á 96. mínútu. Leikmenn Paris Saint-Germain gáfust ekki upp og Thiago Silva, sem hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnuna, tryggði sínu liði sæti í næstu umferð með því að jafna metin á 114. mínútu leiksins. Rauða spjaldið á Zlatan Ibrahimović leit út fyrir að vera dauðadómur fyrir franska liðið en flestir geta verið sammála að það hafi verið rangur dómur hjá Hollendingnum Björn Kuipers. Paris Saint-Germain sýndi hinsvegar magnaða frammistöðu manni færri og vann einn stærsta sigurinn í sögu félagsins.Zlatan Ibrahimović fékk rautt spjald eftir 32 mínútur Cahill skorar fyrir Chelsea David Luiz tryggir PSG framlengingu Hazard skorar í framlengingunni Markið sem sendi Chelsea út úr Meistaradeildinni
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira