Innlent

„Ekkert minna en atlaga að þingræðinu í landinu“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar. Vísir/GVA
„Mér finnst að það eigi að boða til þingfundar strax á morgun,“ segir Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar í samtali við Vísi.

„Þetta er ákvörðun sem er tekin á þriðjudegi, í nefndarviku á Alþingi þegar það eru engir þingfundir í gangi og engir þingfundir ætlaðir fyrr en á mánudag. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta er tímasett með þessum hætti. Það er til þess að koma í veg fyrir umræðu og gagnrýni og til þess að gera þetta eins sársaukalaust og mögulegt er fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekkert minna en atlaga að þingræðinu í landinu.“


Tengdar fréttir

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×