Erlent

Stórfenglegt myndband úr stærsta helli heims

Samúel Karl Ólason skrifar
Sólarljós kemst inn í hellinn á tveimur stöðum, en í miðjum geislanum stendur maður.
Sólarljós kemst inn í hellinn á tveimur stöðum, en í miðjum geislanum stendur maður.
Hang Son Doong hellir í Víetnam er sá stærsti í heiminum. Hann er um níu kílómetra langur, 200 metra breiður og um 150 metra hár. Hellirinn varð til fyrir tveimur til fimm milljónum ára þegar á rann þar um. Á einhverjum tímapunkti hrundi hluti þaks hellisins og sólarljós kemst inn í hann á tveimur stöðum.

Lítill frumskógur hefur vaxið þar og enn renna ára í gegnum hann. Hellirinn var fyrst kannaður árið 2009.

Ljósmyndarinn Ryan Deboodt birti nýverið myndband úr hellinum sem tekið er með dróna bæði fljúgandi og á jörðu niðri. Með sanni má segja að um stórfenglegt myndband sé að ræða.

Hang Son Doong from Ryan Deboodt on Vimeo.

Umfjöllun um skóginn í hellinum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×