Erlent

Annar arabískur sendiherra kallaður heim frá Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Vísir/AFP
Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa kallað heim sendiherra sinn frá Stokkhólmi.

Þetta er gert einungis viku eftir að Sádi-Arabía kallaði sinn sendiherra heim í kjölfar ákvörðunar sænskra stjórnvalda að endurnýja ekki vopnaviðskiptasamning milli ríkjanna og orða Margot Wallström, utanríkisráðherra um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu.

Talsmaður sænska utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið harma ákvörðun stjórnvalda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. „Samskipti okkar og Sameinuðu arabísku frurstadæmanna eru góð og umfangsmikil og við viljum hlúa að þeim áfram og þróa.“

Í frétt SVT segir að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi í síðustu viku komið í veg fyrir fyrirhugaða ræðu Wallström fyrir fulltrúa Arababandalagsins.

Anwar Mohammed Gargash, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, segir að sendiherrann hafi verið kallaður heim „vegna orða sænska utanríkisráðherrans sem beint var að Sádi-Arabíu og dómskerfis landsins.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×