Samkeppni um teikningu að mosku ýtt úr vör Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2015 12:16 Moskan sem rís í Sogamýri verður 800 fm að flatarmáli og kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira