Samkeppni um teikningu að mosku ýtt úr vör Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2015 12:16 Moskan sem rís í Sogamýri verður 800 fm að flatarmáli og kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira