Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 10:40 Myndir / vilhelm Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Alls voru þrír svínshausar á lóðinni og nokkrir svínaskankar. Félag múslima fékk lóðina við Sogamýri afhenta og samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að moska rísi þar. „Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, í samtali við Vísi. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður.“Hér má sjá fésbókarsíðu hóps sem mótmælir byggingar moskunnar á Íslandi en á síðunni segir; „Það er öryggismál, að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín innan veggja moskunnar.“Í ágúst síðastliðnum voru sett inn á spjallborð á heimasíðu nýnasista skilaboð þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Um miðjan september sagði Sverrir í samtali við Vísi að hann reiknaði með að fyrsta skóflustungan yrði tekinn í vor. Það fari eftir því hvað komi úr samkeppni um hönnun á húsinu. Þá sagði hann að leitað yrði til einkaaðila eftir fjármögnun. „Við höfum fengið töluvert af loforðum, svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Þetta verður ekki borgað af neinum öfgasamtökunum. Við leitum mest til einstaklinga erlendis frá og svo eigum við rétt á að fá eitthvað úr sameiginlegum sjóðum múslima. Við gerum þetta allt í samvinnu við dómsmálaráðuneytið til að tryggja það að allir peningar sem koma þarna inn séu löglegir og tengist ekki einhverjum hryðjuverkasamtökum," sagði Sverrir í samtali við Vísi í september.Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um byggingu mosku í Sogamýrinni frá því í sumar.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira