Innlent

Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ibrahim S. I. Alibrahim, sendiherra Saudi Arabíu.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ibrahim S. I. Alibrahim, sendiherra Saudi Arabíu.
Sádi Arabía styður byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík og hyggst leggja til rúma eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar. Það eru 135 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Forseta Íslands en nýr sendiherra Sádi Arabíu, Ibrahim S. I. Alibrahim, er í heimsókn hér á landi. Hann tilkynnti forseta Íslands þetta á fundi þeirra á Bessastöðum.

Vísir ræddi við Sverri Agnarsson, formanns Félags íslenskra múslima, síðastliðinn mánudag. Sagði hann þá byggingu moskunnar í Sogamýrinni á áætlun en að óljóst væri hvernig færi með fjármögnun moskunnar. „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn,“ sagði Sverrir en byggingin kemur til með að kosta um 300 milljónir íslenskra króna. 

Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 
 



Uppfært kl. 17.54:

Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, hafði ekki heyrt af gjöfinni þegar Vísir talaði við hann. Ekki náðist í Sverri Agnarsson við vinnslu fréttarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×